Alston |
fimmtudagur, júlí 11, 2013
Alston hæsta markaðsþorp í Englandi
Dagur 4 byrjaði með morgunmat með silfrinu, allt borið til okkar og rosalega huggulegt. Svo fórum
við í bíltúr til Alston. Alston er pínulítið þorp, það og þrjú önnurhafa um 2000 íbúa. Eiginlega
bara ein gata og smá út frá henni. Mér tókst samt að finna snyrtidömu á einu mini hótelinu til að
lita og vaxa á mér augabrúnirnar. Gunnar fór á meðan í Town Hall og aflaði upplýsinga, kom til
baka með bækling með self guided tour sem við gerðum.
Hittum fyrir Simon nokkurn, ljósmyndari sem
var að vesenast með frönsk flögg. Í ljós kom að hann var fjölfróður um sögu staðarins, dró okkur
inn til sín í gamla smiðju sem hann býr í til að selja okkur DVD um staðinn sem hann hafði gert.
Frönsku flöggin voru hluti af undirbúiningi fyrir franska kvikmyndahátíð.
Svo var stefnt á einn af þrem pöbbum bæjarins, Turks head inn þar sat eigandinn einn, sá var frá Skotlandi og
þeir Gunnar kjöftuðu mikið. Í hópinn bætist karl sem stormaði inn og bað um stórt rauðvínsglas
sem varð fyrsta af þremur. Hann var að bíða eftir að vera sóttur eftir að hafa brætt úr Range
roverinum sínum (blew a casket) sem var svo settur á flutningavagn eins og sést á einni myndinni.
.
Eftir gott og langt spjall þar meðan ég las í bók fórum við aftur á Lovelady. Ætluðum í kvöldmat
á pöb í nágrenninu en enduðum bara á að leggja okkur og borða snakk og vínber.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli