Jæja, ég hef nú ekki bloggað lengi lengi, kannski ekki skrýtið þar sem ég er alltaf að skrifa eitthvað annað. en nú skal eitthvað fest á blað.
Hulda og Les voru hjá okkur um helgina, Gunnar eldaði alveg svakalega gott sjávarrétta lasagna, uppskrift hér, héldum svo heilmikið blip.fm og youtube party svaka fjör. Svo fórum við í bæinn á laugardeginum og versluðum og gerðum úttektir á veitingastöðum fyrir kvöldið. Svo tókum við taxa heim og haldiði ekki að ég hafi gleymt veskinu með ÖLLU í: seðlaveski með kreditkorti, nemendakorti, ökuskírteini, sími, myndavél, vegabréf sem ekki hafði verið gengið frá eftir Íslandferðina og ... húslyklar svo við stóðum bara á götunni eins og kálfar !!!!
Við hringdum í stöðina og þeim gekk eitthvað illa að hafa upp á honum, en svo þegar ég ropaði upp úr mér að síminn minn væri í veskinu gátum við hringt í hann og til allrar hamingju svaraði leigubílstjórinn og kom með veskið.
Nú og svo fórum við á Spice Quarter að borða sem er alveg geggjað hlaðborð, og á kvöldin elda þeir líka fyrir mann meðan maður bíður, núðlur, pasta, pizzu og svo er frábært úrval af indversku, kínversku, tælensku svo ekki sé talað um kökur, creme brulle, mousse, súkkulaðibrunn og ísvél, held ég sé ennþá södd. Enda fórum við heim með það í huga að horfa á kosningasjónvarp og "Britain has got talent" en ég bara sofnaði, strax.
Við skötuhjúin erum annars bara sátt við úrslit kosninga, en held þetta verði ansi töff tímabil og ekki öfundsverðir þeir sem verða við stjórn.
Vona að Hulda og Les hafi átt góða helgi hjá okkur, Fudge greyið lést á fimmtudaginn og bara skiljnlegt að þau hafi viljað komast út húsi enda hún búin að vera prinsessan á heimilinu í áraraðir. Vonandi töltir hún nú um í hundahimnaríki og borðar bolognese og skinku.
Annars, nú tel ég í dögum fram að vörn á rannsóknaráætlun, búin að skrifa er að ganga frá síðustu leiðréttingum, vona að þetta gangi nú allt upp. Þau sögðu alla vega í morgun, "this is coming along nicely". Einn af prófdómurunum hefur unnið smá með mér við erum aldrei sammála og hann kallar mig "Liberal Scandinavian" en hann er réttsýnn og bráðskarpur svo ætti engu að kvíða. Hinn er í ICT geiranum komin á eftirlaun og þau segja að hann eigi eftir að lesa hvert orð með athygli svo ég vanda mig eins og ég get.
mánudagur, apríl 27, 2009
Tíminn er svoooo fljótur að líða....
mánudagur, apríl 20, 2009
Flott veðurspá næstu daga;)
LeedsFive-day forecast
Conditions Max Temperature
Monday; sunny Max: 17°C 63°F
Tuesday; sunny Max: 17°C 63°F
Wednesday; sunny Max: 18°C 64°F
Svava og Gunnar Halldór
LeedsFive-day forecast
Conditions Max Temperature
Monday; sunny Max: 17°C 63°F
Tuesday; sunny Max: 17°C 63°F
Wednesday; sunny Max: 18°C 64°F
Svava og Gunnar Halldór
sunnudagur, apríl 19, 2009
NÚ ER SUMAR, SUMAR OG SÓL Í LEEDS
Fórum út í sólina í dag, gengum í garðinum Temple Newsam og nutum þess að vera í sól, heiðskýru, logni og 20 gráðu hita. Það er alveg magnað hvað það er bara komið sumar svona allt í einu, fólk að flatmaga í sólinni og bara njóta. Fórum líka á Pub, fengum okkur nokkra kalda og horfðum líka á Everton sigra MansteftirUnided. Hér eru nokkrar myndir af blómstrandi trjám og fl.
mánudagur, apríl 13, 2009
Vá hvað þetta kom á óvart.
Það kennir manni að maður á ekki að dæma fyrirfram. Allur salurinn var á móti henni í byrjun og bjóst ekki við neinu, hún er nú engin fegurðardís blessunin en VÁ þvílík rödd. Ég átti ekki til orð þegar ég horfði á Britain´s got talent á laugardaginn.
Þetta var líka mjög skemmtilegt, gaman að sjá hvað feðgarnir höfðu gaman af þessu og tóku sig ekki of alvarlega.
Gunnar Halldór
Það kennir manni að maður á ekki að dæma fyrirfram. Allur salurinn var á móti henni í byrjun og bjóst ekki við neinu, hún er nú engin fegurðardís blessunin en VÁ þvílík rödd. Ég átti ekki til orð þegar ég horfði á Britain´s got talent á laugardaginn.
Þetta var líka mjög skemmtilegt, gaman að sjá hvað feðgarnir höfðu gaman af þessu og tóku sig ekki of alvarlega.
Gunnar Halldór
sunnudagur, apríl 12, 2009
Gleðilega Páska
Við óskum öllum gleðilega páska og farið nú varlega í eggin.
Munið nú líka eftir því að við höldum páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana "Festum festorum" eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!” Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur.
Svava fór í messu klukkan átta í Keflavíkurkirkju og ég ætla í messu í Kaþólskri kirkju hérna rétt hjá.
Svava og Gunnar Halldór í Keflavík og Leeds
fimmtudagur, apríl 09, 2009
Heimsókn á klakann I
Ég er núna á Íslandi í stuttu páskastoppi, kom sunnudagskvöldið 5. apríl. Búin að gera helling á stuttum tíma:
Ég er núna á Íslandi í stuttu páskastoppi, kom sunnudagskvöldið 5. apríl. Búin að gera helling á stuttum tíma:
- fara með pabba í lónið
- Fara i afganga til nöfnu fermingarstúlku og gefa henni forláta skartgripaskrín
- syngja í Singstar með nöfnu og spila Phase10
- drekka kaffi með Sollu
- hitta Kennaraháskólakórsvinkonur, Völu og Gústu hjá Helgu Guðrúnu
- hossa Gabríeli Veigar og spjalla við Kristínu Hrönn, hitti líka Lilju og Bergþóru þar
- elda grjónagraut og slátur fyrir strákana
- spjalla við Guðbjörgu og Bjössa
- ganga hring um Keflavík með Írisi og Erlu
- ræða heimsmálin við pabba
- fá hamborgara og spjalla við Möggu
- fara með Olsen til Jóns
- fara í bankann
- kjósa
- leika mér í nýju tölvunni minni
Nóg að gera, meira seinna Svava
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Because
Because the world is round it turns me on, because the wind is high it blows my mind, because the sky is blue it makes me cry......
Frábært að enda þessa góðu mynd með þessum texta og lagi. American beauty er mynd sem blows your mind, frábært handrit og með þessum líka flottu leikurum. Kevin Spacey er bara trygging fyrir góðri mynd. Uppáhaldssetningar; Spectacular og You are so busted....
Horfði líka á What's eating Gilbert Grape, mynd sem er svosem ágæt á sinn hátt. Góður leikur og fínn söguþráður. Mynd sem skartar að öllum líkindum þyngstu leikonu heims.
Þessi gagnrýni var í boði Gunnars Halldórs
Because the world is round it turns me on, because the wind is high it blows my mind, because the sky is blue it makes me cry......
Frábært að enda þessa góðu mynd með þessum texta og lagi. American beauty er mynd sem blows your mind, frábært handrit og með þessum líka flottu leikurum. Kevin Spacey er bara trygging fyrir góðri mynd. Uppáhaldssetningar; Spectacular og You are so busted....
Horfði líka á What's eating Gilbert Grape, mynd sem er svosem ágæt á sinn hátt. Góður leikur og fínn söguþráður. Mynd sem skartar að öllum líkindum þyngstu leikonu heims.
Þessi gagnrýni var í boði Gunnars Halldórs
fimmtudagur, apríl 02, 2009
Jæja það er kominn tími á pínu blogg eins og Gunnar myndi segja. Hér hefur lífið gengið sinn vanagang, ég fer í skrifstofuna og rembist við að læra og vinn á bókasafninu. Gunnar skrifar enskuritgerðir og lærir um stafræna ljósmyndun.
Nei ekki alveg svona rólegt, vorið er komið, páskaliljur og krókúsar út um allt. Svo erum við að verða vitlaus á Ebay, búin að kaupa súkkulaðibrunn, ísvél og tölvu. Það er ofaná tölvuna sem ég keypti beint frá Dell, gamla góða Acer vélin mín gengur enn en ég býst alltaf við að það kvikni í henni einn góðan veðurdag. Allavega eru nýju vélarnar að gera mig klikkaða því það gengur eitthvað illa að tengjast netinu í þeim, finn út úr því með þrjóskunni.!
Ég er að fara á klakann á sunnudaginn.
Námið............. veit ekki mér skilst að maður viti aldrei, það er svo allt öðruvísi að vera einn að hamast við sitt project, leiðbeinendurnir segja að ég sé að "making good progress", er núna að undirbúa að verja rannsóknaráætlunina. Það sem er aðallega að pirra mig er að mér eru takmörk sett í orðafjölda svo ég er að skera niður það sem ég skrifaði í haust.
Annars er spurningalistinn minn opinn, komin um 80 kláruð svör, vildi samt fá fleirri úr stóru skólunum á Reykjavíkursvæðinu, svo er einhver slíkur les...svara takk. Frábært samt hvað það eru komin mörg svör.
Einn í skrifstofunni minni var að fríka út í dag eftir slæman fund og fann þá þetta http://www.phdcomics.com/comics.php, vildi helst hætta, en eins og Charles vinur minn segir "This PhD thing is no simple thing" ...... hann er samt að klára gott að sjá að þetta tekur allt enda.
Nei ekki alveg svona rólegt, vorið er komið, páskaliljur og krókúsar út um allt. Svo erum við að verða vitlaus á Ebay, búin að kaupa súkkulaðibrunn, ísvél og tölvu. Það er ofaná tölvuna sem ég keypti beint frá Dell, gamla góða Acer vélin mín gengur enn en ég býst alltaf við að það kvikni í henni einn góðan veðurdag. Allavega eru nýju vélarnar að gera mig klikkaða því það gengur eitthvað illa að tengjast netinu í þeim, finn út úr því með þrjóskunni.!
Ég er að fara á klakann á sunnudaginn.
Námið............. veit ekki mér skilst að maður viti aldrei, það er svo allt öðruvísi að vera einn að hamast við sitt project, leiðbeinendurnir segja að ég sé að "making good progress", er núna að undirbúa að verja rannsóknaráætlunina. Það sem er aðallega að pirra mig er að mér eru takmörk sett í orðafjölda svo ég er að skera niður það sem ég skrifaði í haust.
Annars er spurningalistinn minn opinn, komin um 80 kláruð svör, vildi samt fá fleirri úr stóru skólunum á Reykjavíkursvæðinu, svo er einhver slíkur les...svara takk. Frábært samt hvað það eru komin mörg svör.
Einn í skrifstofunni minni var að fríka út í dag eftir slæman fund og fann þá þetta http://www.phdcomics.com/comics.php, vildi helst hætta, en eins og Charles vinur minn segir "This PhD thing is no simple thing" ...... hann er samt að klára gott að sjá að þetta tekur allt enda.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)