miðvikudagur, maí 28, 2008

Best friend for life
Það er mikið að gerast í vinkonumálum Bergþóru Sólar þessa daganna. Virkilegir sviptivindar. Hún er aðalega að umgangast 5 "vinkonur" Frankie, Chelsea, Lauren, Tia og Shanell. Miklar og stórar yfirlýsingar eru hafðar um að "þessi" vinkona sé frábærlega skemmtileg og þær séu sko best friends for life, og það er farið út að leika, í sund, heim til hennar eða upp í herbergi. Stundum 4 saman en stundum bara ein. Eftir nokkra klukkutíma er hurðum skelt, kannski grátið pínu og sagt að "þessi" stelpa væri hundleiðinleg, hún hafi sko sagt og gert þetta og þetta, og hún ætlaði sko ekki að leika við hana "ever" hinar væru miklu skemtilegri. Morguninn eftir kemur "þessi" stelpa og bankar á hurðina hjá okkur og Bergþór fer til dyra og tekur á móti "þessari" stelpu með bros á vör. "Viltu koma út að leika" heyrir maður og svarið JÁ, bíddu meðan ég fer í skóna. Og í kvöld er stór stund því hún hefur fengið leyfi til að gista SLEEPOVER hjá Chelsea skólasystur og það eru stórar yfirlýsingar um að þær séu sko BEST FRIENDS
Hér má sjá tvær vinkonur; Frankie og Bergþóru og yfirlýsingu sem Frankie skrifaði

laugardagur, maí 24, 2008

Áfram Ísland

Náði að greiða 10 atkvæði áður en tíminn leið út, bíð núna spennt eftir atkvæðagreiðslunni topp 10 og þá er ég sátt. Vissi ekki að það væri bara ein kjólatíska í Evrópu, þ.e. silfraðir rétt niður fyrir rasskinnar og varla það !
Bergþóra heldur með sjóræningjunum og ég með Portúgal svona fyrir utan Eurobandið !
Evrovison fríkið ....
Hef verið að hamast við að lesa og skrifa undanfarna daga, um tilgang náttúrufræðikennslu og svo um viðtöl og athuganir. Er að reyna að vera búin með eins mikið og ég get áður en ég skrepp á klakann 7. júní, hitta strákana mína og fara á þessa ráðstefnu . Fékk brandara í frá Iðunni og við Gunnar sáum okkur alveg í þessum :) Höfum nefnilega verið að prófa að versla online og það er bara skrambi þægilegt svo ber einhver gaukur vörurnar inn á eldhúsborð ! Svo er það auðvitað áfram Ísland í kvöld, gaman að hlusta á enska kynninn á BBC, greinilegt að Englendingar taka þessu ekkert alvarlega og hann aðallega gerir grín að öllu.

mánudagur, maí 19, 2008

Smá myndablogg frá síðustu helgi;

miðvikudagur, maí 14, 2008

Mikið um að vera á næstu dögum
Dagskrá næstu daga er að taka á sig mynd. Sif og Dóri eru að koma í dag og verða framá sunnudag. Hulda og Les koma á Föstudag og verða eina eða tvær nætur.
Ég sjálfur er að fara til Manchester til að horfa á útslitaleik UEFA-keppninnar Zenit-Rangers. Þar sem ég er meðlimur í stuðningklúbbi Rangers þá fer ég með Marteini hinum skoska ásamt nokktum þús. áhagendum Rangers FC. frá Leeds. Það á að hittast á pöb niðurí bæ og taka lestina saman til Manchester.
Síðan verður farið á tvenna tónleika, tvisar út að borða, göngutúrar í Yorkshire Dales og miðborg Leeds og margt fleirra.
Mikið verður það gaaaaaaaaaaman ;)

þriðjudagur, maí 13, 2008


A ad vera ad laera en datt ur gir og fann ta frett um Mariu fraenku og hennar lid Flott stelpa taer eru bunar ad vera sigursaelar i Keflavik, hef nu bara farid einu sinni ad horfa og tad var aesispennandi.

laugardagur, maí 10, 2008

Síðasta helgi og ýmislegt blaður

Er ekki hægt að fá svona Kjarnafæðis hvítlaukssósu, takk fyrir.. við erum að fara að grilla úti er 28°C en samt skýjað, ég er búin að þróa með mér nýjan hæfileika, ég las á meðan ég gekk heim, ekki fræðirit, bara reyfara, einn sem ég fann í Lincoln Castle það var á bókinni gulur miði sem sagði " I am not lost - I am FREE" svo ég stóðst ekki mátið og kippti henni með, hún var þá frá frábæru fyrirbæri sem heitir Bookcrossing virkar þannig að þú skráir bækurnar og skilur þær svo eftir á víðavangi, getur svo fylgst með á netinu hvert þær flakka, alveg tilvalið fyrir bókaorm eins og mig.
Já Lincoln, við fórum til Grimsby um síðustu helgi og fórum þaðan í dagferð til Lincoln með Huldu og Les, við skoðuðum kastalann þar, þar í gömlu fangelsi er safn bæði um fangelsið og um stjórnarskrár, þar hvílir Magna Carta , við líka vorum mjög forvitin um fagurgula akra sem eru hér um allt, þetta eru rapeseed akrar, við fengum Les til að stoppa við einn til að skoða og mynda fyrirbærið. Úr þessu er unnin olía líka þekkt sem canola olía og ef þið kaupið olíu sem heitir einfaldlega vegetable oil eru allar líkur á að það sé rapeseed olís. Og líka þetta er ræktað afbrigði af vesturíslendingi DR. Baldur Stefannson.

föstudagur, maí 09, 2008

ARRRGGGGGGGGG,,,,,,,,,,,,,,,ekki góðar fréttir
Pundið er næstum því komið í 160 krónur. Hvar endar þetta.....................
Það var í 122 krónum í byrjun árs

fimmtudagur, maí 01, 2008

I have difficult news for you !

Þannig heilsaði prófossorinn minn þegar ég mætti á fund með honum áðan, en .... hann er einn af þeim sem er alltaf að grínast. O g fréttirnar voru að allir kennaranir mínir mæla með að ég verði doktorsnemi, svo þannig verður það.... og ég verð næstu tvö árin við þetta, eitt hér og eitt frá Íslandi með ferðum hingað eftir þörfum.

kveðja tilvonandi Doktor Svava :)