Bergþóra Sól fór á mjög stórt sundmót í gær sem haldið var í Aquatics Centre. Þar kepptu 200 krakkar frá mismunandi stöðum hér í Leeds. Bergþóra keppti í 3 greinum, 50 m. skrið, bak og bringusundi. Hér er listi keppenda; http://www.swimleeds.org.uk/events/events_files/2008%20Meets/sd08%20prog%20final.pdf20final.pdf , og þar má finna nafnið hennar á þremur stöðum. Við vöknuðum klukkan sjö og vorum komin í sundhöllina tuttugu mínútur í átta. Þetta var mikil og góð reynsla fyrir hana. Hún bætti tíma sinn í baksundi og bringu um ca. 4-5 sek í hvoru sundi en gekk ekki eins vel í skriðsundinu, þar sem hún sagðist bara ekki hafa heyrt þegar ræst var og stakk sér þarafleiðandi seinna en hinir (væntanlega svolítið með taugarnar að gera ;) ). Síðan verður svipað mót og þetta í Júní. Ætli það hafi ekki verið svona 500-600 áhorfendur, mikið kallað og klappað. Maður sá á öllu að þetta var "ALVÖRU", mjög góð skipulagining á öllu. Eins var mikil og góð keppni í flestum riðlum.
Á töflunni sjáið þið að í 50 m. bringusundi synti hún á 6 braut, nafnið hennar, tíman hennar og síðan að hún lenti í 5 sæti í þessum riðli. Bara flott hjá stelpunni, bjóst kannski við meiri bætingu, en miðað við að taugarnar voru þandar þarna til hins ítrasta og í sínu fyrsta alvöru móti, þá er þetta flott hjá henni.
Siðan fórum við öll á Töfraflautuna eftir Mosart um kvöldið á The Venue. Sem stóðst bara allar mínar væntingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli