Danmerkurferð
Jæja þá erum við komin heim eftir þrælskemmtilega Danmerkurferð svona okkur til minnis þá var dagskráin einhvernvegin svona : (myndir á Picasa hér við hliðina)
15. Laugardagur Heimsókn til Huldu ofnbakaður fiskur og spilað Barna Trivial, strákarnir komnir til Horsens
16. sunnudagur farið í skip Dana Sirena í Harwich, hlaðborð
17. mánudagur vöknum sjóveikar 10 vindstig, komið til Esbjerg keyrt til Horsens, mangókjúklíngur hjá Bjarti
18. þriðjudagur Jón, Gerður og Skapti koma til Horsens, grillaðar nauta og svínasteikur, drukkið pínupons og talað óhóflega, komst að því að útlend kreditkort eru ekki velkomin í Danmörku
19. Miðvikudagur Farið í bæinn fyrsti í pulsu, keyptir skór og fleirra, McDonalds heimsóttur og spilað eitt Catan
20. Skírdagur Heimsóttum Slottet, fangelsið í Horsens keyrðum út í Juelsminde og 2 í pulsu, komumst að því að það er enn vetur í Danmörku. Fórum á Bones og fengum frábær rif og Bergþóra fékk ofurkók. Strákarnir voru sendir niður í Mosa eftir ýmsu og villtust agalega, keyrðu út úr bænum á alla vegu og fengu viðurnefnið Brödrene Lost....
21. Föstudagurinn Langi heimsóttum sundlaugina í Horsens, alveg dásamlegt að liggja í heitum potti og slaka vel á í gufu og sauna. Matarboð hjá Bjarti, nautafille og alles, drukkum oggupons og spiluðum smá og grettukeppni, úrslit tilkynnt síðar
22. Laugardagur, Pétur keyrði með Jón og mig ti Boager þar sem Jón varð eftir í heimsókn hjá Almari kunningja sínum, syni Huldu frænku Erlu vinkonu, þau reka þar skólabúðir lengst út við sjó svo þeir gátu ekki gert margt af sér þar :)
23. Páskasunnudagur, Nói Síríus í rúmið og svo brunað á stað í Randers Regnskov, frábær hitabeltisdýragarður í kúlulaga gróðurhúsum, dýrin ganga mörg villt í kúlunum svo nálægðin við þau er mikil, það pissaði á mig smáapi og ég fékk á mig risastóran laufskurðar maur ............. mæli með þessu, lögðum ekki í að fara í Lególand þar sem hitastigið var sko ekki hátt, en eftir enn eina veisluna hjá Bjarti og Gerði, dásamleg lambalæri þá fórum við Pétur í snjóhríð og ófærð á slökum dekkjum að sækja Jón úr lestinni til Kolding, 40 mínútna akstur sem tók 1 klst og 40 mínútur í röð sem silaðist á 40 km /klst. Sem betur fer var snjórinn farinn af veginum á bakaleiðinni svo ferðin gekk betur þá.
24. 2. í Páskum Jón og Gerður fara til Kaupmannahafnar, við skreppum í bæinn 3. í pulsu, erum löt hjá Bjarti, kjöftum og pöntum take-away.
25. þriðjudagur Jón og Pétur fara eldsnemma í lestina og drífa sig heim, við fórum með stelpunum í sund og svo í Mosann að borða soðna ýsu.
26. miðvikudagur skreppum í bæinn og versluðum helling enda Dönsk tíska mér meira að skapi en ensk, allavega ennþá :) Það er líka eitthvað svo notalegt við Danmörku og ég bjóst alltaf við þegar fólkið opnaði munninn að það færi bara að tala íslensku, samt var ég alveg farin að bjarga mér á dönsku eftir að hafa ruglað öllu saman fyrstu dagana og notða þrjú tungumál í einni setningu.
27. fimmtudagur, keyrum til Esbjerg og í skip, Esbjerg er mjög viðkunnanlegur bær og virðist stærri miðbær en Horsens, fengum okkur kaffi og það er sko eitt sem við eigum ekki eftir að sakna og það er verðlagið, ekki skánar það að gengið skuli vera svona út úr kú og grey íslensku tekjurnar mínar urðu mikið minni á smá stundu.
28. föstudagur mikið vorum við Bergþóra ánægðar að veðrið var gott og engin sjóveiki að trufla okkur. Keyrðum svo til Colchester þar sem Gunnar vilid finna staðinn þar sem þeir lágu yfir jólin 1981, fundum hann en mikið breyttan og skipaumferð þar nú engin og hafnarsvæðið meira og minna farið og búið að byggja Tesco og blokkir ! Lentum í leiðindateppum svo á leiðinni heim og komum ekki í kuldahúsið fyrr en um kvöldið.
Gunnari tókst að brjóta gleraugun sín og verða hálf sjónlaus í Danmark, en er núna búinn að panta tíma hjá sjónmælingakonu hjá Spectsavers.
Jæja nú verður bara lifað á vatni og grænmeti á næstunni og beðið eftir vorinu sem vonandi er á næsta leyti kv. SVava
3 ummæli:
Frábær pistill og takk fyrir alla myndirnar. Gott fyrir svona rolur eins og okkur sem eiga ekki einu sinni myndavél.
Takk fyrir samveruna, verðum að endurtaka þetta.
kv. Gerður
Hæ hæ
Frábær frásögn og myndir. Þú hefðir nú alveg mátt skilja snjóinn eftir í Danmörku þar sem nú er alltaf að snjóa hér í APRÍL!!!
Kv. Hulda
Skrifa ummæli