Við Bergþóra fórum í dag til Liverpool, með International Student Office, Gunnar fór til Glasgow að horfa á fótboltaleik og er ekki enn komin heim þegar þetta er skrifað, hann segir ykkur vonandi frá því seinna.
Við fórum að sjálfsögðu í Bítlasafnið eins og sjá má, og í City tour í tveggja hæða bíl með leiðsögn, skoðuðum stærstu Dómkirkju í UK Liverpool Cathedral hún er úr rauðum sandsteini og allt öðruvísi þannig en aðrar stórar kirkjur sem ég hef séð hér í landi. Höfnin Albert Docks hafa líka sinn sjarma og mikið af gömlum og fallegum byggingum. Annars takmarkað sem hægt er að komast yfir á einum degi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli