Indverskt matarboð með fjölþjóðlegum gestum
Ég fékk tvær úr skólanum í gær til að kenna mér að elda indverskan mat, svo buðum við nokkrum í viðbót svo við vorum 10. Talið frá vinstri frá Bretlandi, Kanada, Svíþjóð, Kína, Kúbu, og Indlandi. Við fórum í Tesco og keyptum inn og elduðum svo fjóra rétti og kjöftuðum mikið. Ferlega gaman. Önnur er gift þessum með trúbaninn og er þrælvön að elda en hin óvön en kom með krydd og uppskriftir með sér svo þetta var allt vel heppnað. Næst ætlum við að elda mat frá Mexíco og Kúbu.
5 ummæli:
Þetta hefur örugglega verið gaman. Frábær hugmynd ; )
Hvenær á að bjóða liðinu upp á Íslenska matarmennsku. Við gætum notað þau í sláturgerð og kúttmaga vinnslu. Nammi namm
Hæ hæ Svava mín
Rosalega var þetta sniðugt hjá ykkur.
Ég er búin að fá bókina frá Pétri, ég var náttúrulega búin að gleyma henni en nú lána ég hana bara áfram, enda fínasta bók.
Nú er komin önnur eftir sama höfund og skrifaði Flugdrekahlauparann, á ég að senda þér hana?
kv Inga
H; Inga takk fyrir bodid eg kem i heimsokn um jolin og fae kannski lanad annars enginn timi til ad lesa neitt nema namsdot nuna.
English version
I got two of my school friends to teach me how to cook indina food and we invited some other friends to come later and have dinner with us.
From left we have people form Uk, Canada, Sweden, China, Cuba and India. We went to Tesco and did our shopping, cooked four dishes and talked and lauhed a lot. Good fun.
One is married to the man in the picture and is used to cooking but one is a novice in cooking but brought spices and recipies so together we made a good dinner. Next time we are going to make food from Mexico and Cuba
Skrifa ummæli