Halloween
Í dag er halloween, ég komst að því að hefðirnar í kringum þennan dag koma upphaflega frá Írlandi þaðan til USA og svo aftur hingað til UK. Líka að sala varnings í kringum þetta hefði tífaldast á árunum 2001 - 2006 úr 12 m pund í 120 m pund.
Við fórum tókum þátt í þessu öllu með því að byrgja okkur upp af sælgæti og Berþóra keypti kisubúning. Henni var boðið í fyrradag til Shenell og Sherelle til að skera út grasker sem var fyrir utan hjá okkur í kvöld að verja húsið fyrir illum öndum. Í dag fór hún svo með þeim ,,trick or treating" og kom hlaðin sælgæti og peningum til baka, ekki allir eins vel undirbúnir og við sem situm uppi með heilan helling af krakkanammi því það virðast ekki vera mörg börn í nágrenningu og fáir komu.
1 ummæli:
Svei mér þá ef þú ert ekki búin að koma meiru í verk á nokkrum mánuðum en ég hef gert síðustu 12 ár!!
Skrifa ummæli