þriðjudagur, júlí 31, 2007

Má til að skella hér tveim myndum af Bergþóru




Með pabba sínum í tveggja hæða strætó.
Á leið í fyrstu alvöru lestarferðina.

Krakkar í heimsókn - Svava ökuþór og personal shopper

Krakkar í heimsókn - akstur og versla

Jæja nú er smá róleg stund, ekki mikið um það á meðan við erum 6 manna fjölskylda svo nú get ég sýnt ykkur mynd af fína bílnum sem Les fann fyrir okkur, takið eftir sóllúga, geislaspilari og spoiler!

Ég er orðin svakalega flink að keyra hér spyrjið bara krakkana en ég fór með þau á laugardag í Tesco, á sunnudag í risastórt mall White Rose Shopping Center og í bæinn í gær. Ég sá mér ekki annað fært með fullt hús af unglingum að kaupa sjónvarp, bara smá kettling ekkert eins og breiðskjáinn sem Gunnar dreymir um.

Lilja er alsæl og búin að versla frá sér allt vit og aðeins búin að smita mig, ég var nú ekkert döpur að sjá að hér í NEXT og Monsoon er til í minni stærð svo ég keypti smá. Það var nú bara smá miðað við the Queen of Shopping sem er búin að kaupa 30 hluti, kannski ekki annað hægt þegar maður fer á clearance sale hjá NEXT. Strákanir og Bergþóra létu sig hafa að bíða og fundu sér eitthvað að dunda á meðan, Jón keypti sér skateboard en það virðist vera fastur liður í útlöndum.
Allt liðið skellti sér í sund, gott mál, en ekki spurning að það hefði nú verið betra að vera í íslenskri útilaug í þeirri sól og blíðu sem búin að vera hér í dag.

laugardagur, júlí 28, 2007

Krakkar í heimsókn og akstur

Það gekk ljómandi vel að keyra frá Grimsby til Leeds, vorum með útprentun úr auto-route en það reyndist okkur best að fara eftir skiltum og vegmerkingum, tókum þrjár smáslaufur. Krakkarnir komu í gærkvöldi og Gunnar sótti þau. Þeim finnst agalegt að við skulum vera sjónvarpslaus.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Bloggað hjá Huldu- bílakaup

Jæja við lýsum okkur sigruð í bílastríðinu og erum nú í Grimsby að kaupa bíl. Pabbi sagðist fyrst myndu gefa okkur viku og svo 10 daga en nú eru liðnir 14 og við erum sigruð. Þetta var í sjálfu sér ekki flókið reikningsdæmi, strætó dagpassi fyrir okkur þrjú £6,5, bílaleigubíll meðan krakkarnir eru hér £ 400- 500 , lest til Grimsby fram og til baka fyrir okkur £ 61. Svo þegar Les hringir og segist vera með fínan Ford Escort Estate 1998 station fyrir £500 létum við slag standa. Auðvitað segir það sig líka sjálft að það er meira frelsi í að hafa bíl og auðveldara að draga björg í bú.
Ég fór í gær og gekkst í bankamálin og fæ reikning hjá Barkleys og debetkort þegar póstverkfalli lýkur. Fór á hjólinu og komst að því að með smá krók kemst ég hjá lífshættulega bröttum brekkum og er ekki nema 10 - 15 mínútur á leiðinni.
Enn rignir............
Skráðum okkur hjá lækni og það var ekkert mál. Pantaði síma, hann kemur 3. ágúst þá hringi ég í ykkur öll og læt ykkur vita númerið.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

bækur- flóð- banki- bíó.

Mikið er gaman að fá svona mikið af kveðjum hér á blogginu, maður færist allur í aukana og vill bara skrifa og skrifa. Annars er ég búin að vera niðursokkin í bókina ,,Viltu vinna milljarð", óborganleg bók sem ég hvet alla til að lesa, ein af þessum sem staldra við í huga mans og vekja mann til umhugsunar. Takk kærlega fyrir lánið Inga, Gunnar er byrjaður á henni núna en ef hann verður eins niðursokkinn verður hann búin með hana áður en krakkarnir fara heim aftur. Þau koma núna á föstudaginn og verða í hálfan mánuð.

Það hefur líka vakið mann til umhugsunar umræðurnar í útvarpinu hér í morgun, en fólk hringir inn eða sendir þáttastjórnandanum línu og er að tjá sig um málefni líðandi stundar sem þessa stundina eru flóðin í suður Englandi, þar er vatnslaust og skemmdir vegna þeirra. Sumir áheyrendur skammast yfir yfirvöldum og litlum vatnsskömtum meðan aðrir skammast yfir að englendingar skuli vera að kvarta hafandi það eins gott og þeir hafa, að þeir ættu að líta til annara sem líða meiri skort og hafa jafnvel aldrei aðgang að hreinu rennandi vatni.
-----oooo---

Við erum hálfgerðir kálfar stundum. Þegar Hulda kom á föstudaginn var voða huggulegt hjá okkur blóm og kerti, kaffi og vöfflur en hún varð hálf kindarleg þegar við sögðumst bara hafa fundið blómin úti á götu , auðvitað hefðum við getað sagt okkur að þau voru lögð þar til minningar um einhvern sem hafði látist þar en við bara hrósuðum happi og erum búin að hlægja mikið og vandræðalega að heimskunni í okkur og vonum bara að ekki hafi sést til okkar grafarræningjanna. Ætti kannski ekki að segja frá svona en þið getið kannski hlegið mér mér.

----------ooooo----------

Í gær fórum við í bæinn og í banka og það var eins og mig hafði grunað alveg agalega leiðinlegt og seinvirkt kerfi, mér finnst svona svo leiðinlegt að ég nenni ekki einu sinni að skrifa um það. Frekar vil ég bara segja frá því að við fórum á Harry Potter og ég keypti mér 2000 stykkja púsl :) Bergþóru fannst líka frábært að fara í tveggja hæða strætó.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Hulda og Les í heimsókn

Þau komu í gær og við fórum í IKEA fylltum bílinn af einu og öðru og skoðuðum skápa en þá vantar hér í kotið hjá okkur. Um kvöldið fórum við niður fjallið eins og Hulda sagði niður á indverska veitingastaðinn sem við Gunnar vorum svo ánægð með hér um páskana. Hann heitir Sheesh Mahal og er ódýr en alveg frábærlega góður, persónuleg þjónusta, þjónninn sem við grunuðum um að vera eigandann snerist í kringum Bergþóru að láta hana fá mat sem hún myndi borða og gaf sér góðan tíma við að aðstoða okkur við að panta.
Þegar við vorum að labba heim var allt í sniglum bæði með húsið á bakinu og líka stórum hlussum sem Les kallar slugs, þeir skríða svona út um allt þegar það rignir og já það er ennþá rigning og ég heyrði í þrumum áðan, vona að þessu fari nú að ljúka allavega spáir góðu á morgun en svo á aftur að fara að rigna.
Í dag bakaði ég lummur en í gær vöfflur nóg tími í alls konar dútl þessa dagana, keypti svo eitthvað sem kallað er double cream og þeytti hann svo úr varð hnausþykkt krem, en á víst að kaupa whipping cream, þarf að læra á hvaða vörur henta manni en þó þetta séu lík lönd er sumt öðruvísi. Það sem við höfum rekist á er að ekki er til rúgbrauð, remúlaði og sætt sinnep en á móti er til sægur af öðru sem við vinnum hörðum höndum við að prufa :)
Eins gott að Huldu finnst gaman í búðum því í dag fór hún með okkur í Tesco sem er risastórmarkaður með öllu sem nöfnum tjáir að nefna keyptum örbylgjuofn, símanúmer, Harry Potter, hreingerningarvörur, mjólk, jarðaber, boltaleik, sherry, súkkulaði, lauk, og einhverja hundrað hluti í viðbót ;)
Takk fyrir heimsóknina Hulda og Les og Fudge.

föstudagur, júlí 20, 2007

Skóli og prjón

Bergþóra fór í skólann í gærmorgun og kom gífurlega ánægð til baka vildi helst ekki fara heim. Hún var í fótbolta með stelpunum sem eru mjög glaðar að fá nýja stelpu í bekkinn því það vantar frekar stelpur en stráka í bekkinn.

Skólinn sem hún fer í heitir Kirkstall Valley Primary School og er gamall og fastur í sessi. Þegar við heimsóttum skólann daginn áður og fórum með skólastjóranum um skólann. Hún er ein af þessum konum sem hafa greinilega verið kennari af lífi og sál og talar mikið um hvað börn séu frábær og klár og komi manni sífellt á óvart. Það var líka greinilegt af samskiptum hennar bæði við nemendur og starfsfólk að þessi sýn hennar smitar allt skólastarfið og við sáum ekkert nema ánægju í hverju horni svo við erum mjög sátt við að Bergþóra verði þarna næsta vetur. Skólinn er fyrir börn 3 - 12 ára, svo hann er líka leikskóli. Krakkarnir eru í skólabúningum svo það verður eitt af verkefnum okkar í sumar að kaupa svoleiðis.

Ég eyddi deginum í þrif á mili þess sem ég lagði mig, tókum líka upp úr nokkrum kössum en nú eru bara 5 með dóti í þurfum samt að kaupa eitthvað af hirslum og gerum það vonandi um helgina þegar Hulda kemur í heimsókn og við förum í IKEA, en Hulda er víst með lista frá samstarfsfólki sínu því sænska línan er það heitasta í uk í dag :)

Ekki má gleyma því að ég kenndi þeim feðginum að prjóna og svo erum við sjónvarp og útvarpslaus og spilum bara á kvöldin matador og manna.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Thunder and lightning

Bæði í gær og í fyrradag voru þrumur og eldingar og hvílíkar hellidembur en
svo kemur sól á milli. Ein fréttin í Leeds í dag er að það kviknaði í húsi hér vegna eldingar. Við Bergþóra Sól fórum svo á hjólunum fyrst að pumpa í dekkin það var á sjálfsala og þurfti að stilla inn loftþrýstinginn sem á að vera í dekkjunum . Svo að kaupa lás á hjólin og svo loksins í sund. Ekki má gleyma að segja frá því að við vorum rétt lagar af stað þegar það kom hvílík demba svo ég er núna miss wet T-shirt of the Year í Leeds.

Mikið er baðmenning mismunandi milli þjóða. Heima striplumst við svona mátulega um og ég vorkenndi alltaf svo túristunum í klefunum í gamal Bláalóninu þar sem maður rak ber brjóst og rass utan í næstu konu og þær voru greyin að reyna að klæða sig undir handklæðinu. Í Kína í sundlauginni gengu þær um alsnaktar eins og ekkert sé en hér eru tjöld fyrir sturtunum og allir skipta um föt í lokuðum klefum og... engin sápa í sturtunum. Annars var sundlaugin fín, löng og allt hreint og fínt.

Indverjakrúttið er búinn að slá garðinn og klippa runna, fínt að hafa svona einkagardner. Ég bjóst nú við að húsið yrði frekar óhreint en það kom mér á skemmtilega á óvart hversu snyrtilegt það er, samt greinilegt að það voru krakkar sem þrifu hér svo ég er aðeins að snurfusa í kringum mig.

þriðjudagur, júlí 17, 2007















Flutt
Vorum yfir helgina hjá HUldu systir í besta yfirlæti, rauðvín á herju kvöldi, grill, mexicanskt indian takeaway, hvað er hægt að hafa það betra.





Við fórum á laugardaginn í National fishing Heritage center sem er safn tileinkað fiskveiðum frá Hull og Grimsby það er mjög skemmtilega sett upp, þannig að maður fer í gegnum allt sjómannsferlið frá því að ráða sig svo á heimili sjómanns, svo um borð þar sem öll rýmin eru sýnd á raunverulegan hátt með vaxbrúðum. Lestin, matsalurinn, kyndiklefinn, káeturnar svo er landað og hýrunni eytt á pöbnum og við verlunargötu. Við munstruðum köttinn hennar Huldu um borð svo ég gæti hætt að taka ofnæmispillur. Hann heldur greyið að ég sé vinur sinn og stökk uppá mig þar sem ég svaf í sólstofunni. Annars er öllum kvikindum hér vel við mig allavega hljóta þær að vera alsælar mýflugurnar sem nöguðu á mé löppina svo hún er stokkbólgin.










Á sunnudeginum fórum við svo til Hull í sædýrasafn sem heitir The Deep http://www.thedeep.co.uk/ alveg frábært gengum svo um miðbæinn og höfnina.








Í gær keyrði Hulda okkur svo til Leeds. Það gekk ljómandi vel, sólin skein og og indverjakruttið var mættur á staðinn, að slá grasið og hreinsa út drasl frá síðustu leigjendum. Bíllinn með dótið kom fljótlega á eftir okkur við rusluðum því af bílnum og fljótlega inn sem betur fer því enskt veður er eins og á íslandi síbreytilegt.
Í morgun fórum við í viðtal við skólastjórann í Kirkstall Valley Primary School. Okkur leist mjög vel á skólann, þau virðast vera vön að hafa nemendur sem eru að læra ensku í fyrsta skipti. Í skólanum er einn bekkur í hverjum árgangi og hún verður 25 nemandinn í sínum bekk. Bergþóru leist vel á sig en mér fannst skrýtið að sjá bygginguna og hvað hún er full af dóti en skólinn virðist vel græjaður t.d. er smart board í stofunum hjá eldri árgöngunum en í skólanum eru börn frá 3 ára til 12 ára.
nú erum við í letikasti gott hjá okkur :)

fimmtudagur, júlí 12, 2007



Við erum komin til Grimsby í heilu lagi. Vöknuðum eldsnemma fengum dásamlega meðferð hjá Iðunni í Leifsstöð Takk fyrir okkur :)

Svo stutt og viðburðarlítið flug. Bergþóra var ofsakát að fara í lest milli flugstöðva svo það er nokkuð ljóst að við verðum að fara í lest fljótlega aftur.Leigubíllinn beið eftir okkur og ferðin tók ekki nema 3 tíma, Bergþóru fannst ferðin samt löng og lítið að sjá nema tré, vona að við íslendingar tökum þetta ekki upp að loka alla vegi af innan um manir og tré svo útsýnið verði ekkert.
Les tók á móti okkur og við bíðum nú eftir að vinnualkinn Hulda komi heim.
Nú er komið að því

Búin að troða draslinu okkar í töskur, klára tossalistann, kveðja í bak og fyrir og förum í fyrramálið.
Náði einni jarðarför í gær, þ.e. að syngja agalegt hvað maður dettur fljótt úr æfingu, þarf að syngja meira og oftar til að halda sér í gírnum, ætti að fara að hafa tíma til þess á næstunni. Veit ekki með næsta vetur, fékk svaka pakka frá skólanum í morgun, leslistar og stundatafla. Ég sé ekki betur en að tímasóknin sé örlítil en þess meiri lestur og verkefnavinna þrátt fyrir að þetta eigi að heita kenndur master, kemur í ljós.

sunnudagur, júlí 08, 2007

Fiskidagar- Takk fyrir okkur
Þetta er skrýtið líf, nú erum við komin upp á góðmennsku vina og ættingja en það er sko nóg til af henni . Eftir rúma viku í húsi Gerðar og Jóns erum við núna hjá pabba, Gunnar reyndar með annan fótinn í hjá mömmu sinni og hefðum getað verið á fleiri stöðum. Erum búin að vera í fínum boðum, fyrst hjá Ingibjörgu og Ármanni, fengum dásamlega sjávarrétt og svo rúnt upp að Elliðavatni að skoða nýbyggingar. Svo hjá Arnþóri og Elínu með öðrum vinahjónum þeirra boðið upp á lax með gráðosti og góðar samræður. Í gær fór ég svo með drengina í keilu og Pottinn og pönnuna, pantaði skötusel, var fyrst borinn steinbítur en fékk svo þennan fína rétt og þurfti ekki að borga :) frábær þjónusta, mæli með þessum stað, góður og ódýr matur, góð þjónusta og gratineruðu sjávarréttirnir enn á seðlinum eins og árin í Kennó þegar við fórum oft þar þegar við fengum nóg af mötuneytinu í Kennó. Jæja svo í dag hittum við Hörð og Sillu í sólinni enduðum á Sjávargreifanum og fékk grillaðan hörpudisk, enda eins gott að hamstra fiskinn þar sem ég er ekki eins hrifin af erlendum fiski. Takk fyrir öll þessi boð og góðan félagsskap :)
Sólarkveðja Svava

þriðjudagur, júlí 03, 2007



Hulda systir fær kast, vi erum búin a setja dótið í gám við veðjuðum um hvað það yrði þungt, ég giskaði á 1500 kg, fannst þetta voðalega mikið Gunnar 400 kg, veit ekki hvaða bjartsýnispillum hann er á en Bergþóra 660 niðurstaðan varð 865 kg. 9 rúmmetrar + 2 hjól. Ég er nú nokkuð viss að ef ég færi í fyrstu kassana núna færi minna í þá. Jæja þrjú bretti er kannski ekki svo agalegt fyrir 3+3 manna fjölskyldu verður gaman að vita hvað kemur til baka :)


Við gátum svo skellt okkur í sund, ennþá gott veður en mér skilst að það spái rigningu eins og mátti svo sem búast við þegar við erum búin að vera inni í hvílíkri blíðu.


Höfum það alveg svakalega gott hérna hjá Gerði, Bergþóra er sannfærð um að þau séu rík ! eigandi svona gott hús. Þau mega eiga okkar bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að vera hér, Bergþóra er líka alsæl hitti stelpur í götunni sem hún kannast við úr Heiðarskóla. Svo í lokin svona leit ég út við lok frágangsins á Hringbrautinni og svoan er draslið okkar !