föstudagur, maí 04, 2007

Jæja held að ég prófi þennan bloggvettvang aftur, stefnan er að komast í góða æfingu áður en útolegðin hefst og gefa vinum og ættingjum gott tækifæri á að fylgjast með.

Var áðan í söngprófi, prófdómari að þessu sinni var Guðbjörn Guðbjörnsson, hann hefur ekki verið áður og var bara mjög þægilegt að syngja fyrir hann. Held að mér hafi gengið allt í lagi, klúðraði held ég öllum innkomum í gretchen am spinnrade en söng bara vel held ég, reyndi að túlka eins og ég gat,það eru um eina sem er að deyja úr ást eins og veill oft verða fyrir mína rödd. Í íslenska þjóðlaginu bara naut ég mín missti fókus nokkrum sinnum en fann hann aftur. En lestur af blaði úff, eins og ég sagði þeim þarna þá langar mig alltaf mest á þeim tímapunkti að hlaupa út, en Guðbjörn sagði að ég væri alveg á mörkunum ætti bara að láta meira vaða, kannski hef ég náð að klóra inn fleirri stig en síðast en þá voru þau 4 af 10.

Er búin að vera að leika mér með vetnisgræjurnar, sýna krökkunum þær og rafgreina og sprengja vetn bara gaman í vinnunni. Vildi samt að allir hefðu jafn mikinn áhuga og gætu lokað á sér munninum.

tölvuleikir eru undarleg fyrirbæri, jón er núna inni að leika sér og alveg að tapa sér. Verð sótt eftir hálftíma er að fara i borgarleikhúsið á Dagur vonar.

Engin ummæli: