Síður

mánudagur, febrúar 12, 2024

Afmælishelgin 2024

Eftir því sem árin líða hef ég meira gaman af því að halda uppá afmælið mitt.

Nú var tókst að skipuleggja allskyns skemmtilegheit.  Á föstudagskvöldið var árshátíð HÍ í Hörpu og við ákváðum að gista bara á Radison 1919 í göngufæri. Svo á afmælis laugardeginum nýttum við gjafabréf frá Kristínu og Ingvari og fórum í hádegisverð og spa á Centerhótel, og bættum við nuddi. Svo sófakósý um kvöldið og næsta dag komu Gerður, Ína, Lilja og Pétur sem hafði gist í spil kl. 13:00 svo bættust við Magga, Steingrímur, Hrafnhildur, Baltasar, Diljá og Hans Þór í bollukaffi.  Við Gunnar enduðum svo á að fara í göngutúr og gefa öndunum mislukkuðu gerbollurnar.



Það er samt mismunandi hvað verður fyrir  valinu, 2023 á ég mynd af mér að  borða uppáhalds kebabið mitt og falafel, en þá var Gunnar líka að glíma við sárið eftir krabbameinsskurðinn.

2022 bauð ég í spil og vöfflur á sunnudegi eftir að hafa farið á Irishman pub á fimmtudags- afmælisdeginum í karaóke með vel völdu fólki.

2021 Fór ég með strákunum, Dagbjörtu í keilu 14. feb líklega í tilefni afmælis.

Þar á undan er fátt að frétta en veit samt að ég var nokkrum sinnum með Guðmund Pálma og Viktor í næturgistingu um þetta leyti.

Meiri afmælismyndir hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli