Síður

fimmtudagur, apríl 21, 2022

Viðburðasúpa og Covid Mars 2022

 Nú hefur öllum takmörkunum vegna Covid verið aflétt og síðan þá höfum við Gunnar ekki stoppað við að vera með fólki og sækja allskonar viðburði.

Reyndar fengum við fyrst Covid, Gunnar byrjaði 24. febrúar daginn áður en öllum takmörkunum var aflétt. Hann missti þá af karlakvöldi oddfellow og að fara á Vínartónleika með strákunum, Dagbjörtu og Hrafnhildi 26. mars og sama dag að sjá Emil með strákunum og þar fékk Svava Tanja að hlaupa í skarðið.  Daginn eftir var ég farin að finna fyrir einkennum svo það mátti ekki tæpara standa. Gunnar varð ekki mjög veikur af Covid, var sestur við tölvuna á 5 degi og svo kominn í vinnu á 7 degi. En vikuna eftri fékk hann flensu og er enn að glíma við eftirköstin af þessari samsetningu.  Ég varð hundveik af covid, ældu lungu og lifrum í á annan sólahring, og var svona 3 vikur að jafna mig almennilega. 






Krakkarnir komu til okkar í kjöt í karrý 13. mars en við höfðum lítið sem ekkert boðið þeim öllum saman vegna veiruskrattans.

Við áttum uppsafnaða miða á viðburði sem hafði verið frestað og frestað sem við gátum þá nýtt og notið.

23. mars  Rómeo og Júlía með Íslenska dansflokknum, Hrafnhildur og Svava Tanja fóru með var jólagjöfin þeirra.

24. mars Páll Óskar 50 tugur í Háskólabíói, þá miða gaf Gunnar mér í jólagjöf jólin ´19

25. mars Gleðistund með samstarfsfólki á forréttabarnum og svo á VHS krefst virðingar með Lilju Björgu í Tjarnabíói

26. mars sáum við svo Hrafnhildi leika Talúllu í Bugsy Malone í Hraunvellaskóla, stóð sig frábærlega vel og rosalega flott sýning með öflugum leikuru og lifandi tónlist. Þá þurfti ég að útskýra hvernig ég tengdist Hrafnhildi og það sem datt uppúr mér var að stjúpmamma hennar væri stjúpdóttir mín,..... þessar flóknu samsettu fjölskyldur.

Þá í  vikunni hafði ég líka séð jólaleikrit í Vesturbæjarskóla, heimasmíðað og ferlega skemmtilegt að sjá hvað margir skólar eru duglegir við þetta.


Hér eru meiri myndir



Engin ummæli:

Skrifa ummæli