Síður

sunnudagur, apríl 24, 2022

Viðburðarríkir páskar - apríl 2022

 Ég ætla að henda hér stuttum minnislista yfir viðburðaríka páska 2022 og líka um apríl.

Fyrir páskana vorum við eiginlega ekki með miklar áætlanir í hendi en það breyttist fljótt:

Miðvikudagur. Sótti Viktoríu og Kristófer á leikskólann og átti góðan dag með þeim.

Fimmtudagur Skírdagur: Söng eina fermingarmesu og sóttum svo þau systkinin heim og fórum á rúntinn og í Húsasmiðjuna að heimsækja páfagaukana.  Síðan Jesus Christ superstar í Hörpu með Iðunni og Stebba og 1. í grilli hjá þeim áður

Föstudagurinn langi:  verkefnayfirferð hér heima og svo 2. í grilli hjá Ástu Júlíu og Ágúst, spiluðum svo nýju spilin mín, Dixit og Wizard.

Laugardagur: Liðið okkar í læri og bakað grænmeti, páskaratleikur í tveim útgáfum, einn fyrir stubbaliðið og svo flóknari fyrir stóra liðið. Þar sáum við að þau vita ekki mikið um páskana og Jesú. Þið getið reynt ykkur á þessum þrautum hér neðar.

Páskadagur: Eftir söng í  páskmessu með messukaffi með brauðtertum og páskaeggum fórum við í ferðalag á Snæfellsnes. Fyrst á Hótel Búðir þar sem við áttum gjafabréf frá Ingvar og Kristínu. Gengum þar um í dásamlegu veðri, fengum frábæran mat og sváfum í svítu. Gunnar bað um útsýni yfir hafið en starfsmaðurinn uppfærði okkur þá í herbergi með útsýni yfir jökulinn sem er líklega það sem flestir aðrir gestir sækjast eftir.



Annar í Páskum: eftir fínan morgunmat rúntuðum við upp að jökli, skoðuðum ýmsa hliðarvegi og svo í kaffi hjá Herði og Kristínu á Ólafsvík, svo til baka á Arnarstapa í borgara, gistingu og gott spjalla hjá Helgu og Óla. (gleymdum að taka mynd af okkur!)

Fyrst ég er byrjuð á þessari upptaliningu ætla ég að hafa restina af apríl með, við eins og margir aðrir erum búin að vera mikið út á lífinu, ég man varla hvernig eldavélin virkar!

1. apríl fórum við að spila til Möggu og Ínu og tókum með veitingar

2. apríl kom Viktor í gistiheimsókn og við spiluðum tölvuleiki og borðuðum úti á Rif.

3. apríl var Arnar Ingi Valdimarsson fermdur

5. apríl tók kirkjukór Víðistaðakirkju upp útvarpsmessu fyrir föstudaginn langa svo það er búið að vera töluvert um söng, fermingar allar í venjulegu standi, 3. apríl, Pálmasunnudag og skírdag.

8. apríl fórum við loks á 9 líf, Erla og Villi fóru með okkur og við borðuðum fyrst á Finnson. Mig er lengi búið að langa til að fara þangað og varð ekki fyrir vonbrigðum og mæli eindregið með sýningunni.



9. apríl heimsóttum við Daða á flottu leirlistasýningunni hans 



10. apríl fórum við á bryggjurúnt, sem endaði með heimsókn í Kolaportið og High tea á apótekinu, alveg svona óvænt, en þannig er lífið oft með Gunnari

20. síðasta vetrardag Hereford steikhús að kveðja samstarfsmann Gunnars

21. sumardaginn fyrsta buðu Ingvar og Kristín okkur á Vestmannaeyjatónleika í Hörpu

22. apríl Fórum við á eftirminnilega sýningu í Þjóleikhúsinu, Hliðstæður veruleiki þar sem áhorfendur eru með sýndarveruleikagleraugu og eru þátttakendur í atburðarásinni. Tryggvi, Hlín og Skúlína voru með okkur og við ræddum sýninguna á Geira Smart að henni lokinni.

23. apríl var svo Gabríel Veigar fermdur en það er eiginlega efni í sér póst

Svo fer ég á barinn með samkennurum á morgun og svo til Parísar á fimmtudag svo það er enginn endir á gleðinni.

Ég sé að ég er ekki alveg að standa mig í myndtökunum en hér er albúm með ágætu úrvali



Páskaþraut

Þið finnið stafina með því að vita eitthvað um Jesús og páskana – megið ekki gúggla. Raðið svo saman stöfnunum í orð sem er vísbending um næsta stað 

Jesús fékk þetta að drekka á krossinum  (1 stafur)

Garðurinn þar sem Jesús var handtekinn  (1 stafur)

Hvað heitir dagurinn fimmtudag fyrir páska  ( 1 stafur)

Mamma hans Jesú  ( 2 stafur)

Hæðin þar sem Jesús var krossfestur (6 stafurinn)

Borgin sem Jesús fæddist í (fyrsti stafurinn)

Jesú var nelgdur á ….. (fyrsti stafurinn)

Sá sem var landstjóri þegar Jesús fæddist ( 4 stafurinn) 

Seinni þrautin:

 Lærisveinninn sem afneitaði Jesú 3 sinum (fyrsti stafurinn)

Lærisveinninn sem sveik Jesú (síðasti stafurinn) 

Hvað hét dýrið sem Jesú reið inná í borgina sunnudeginum fyrir páska?

Fjöldi silfurpeninga sem sá fékk sem sveik Jesú (2 stafurinn) 

Á krossinum voru fjórir stafir, þetta er sá fyrsti

Lærisveinninn sveik jesú með …..  (þriðji stafurinn

Fjöldi lærisveinanna ( 1 stafur)

Borgin sem Jesú reið inní sunnudaginn fyrir páska (2 stafur)

Lærisveinninn sem skrifaði guðspjallið og er oftast lesið á Jólunum (1 stafurinn)

Þegar Jesús hitti Lærisveinana á Hvítasunnudag fylltust þeir ……. (5 stafurinn)



fimmtudagur, apríl 21, 2022

Viðburðasúpa og Covid Mars 2022

 Nú hefur öllum takmörkunum vegna Covid verið aflétt og síðan þá höfum við Gunnar ekki stoppað við að vera með fólki og sækja allskonar viðburði.

Reyndar fengum við fyrst Covid, Gunnar byrjaði 24. febrúar daginn áður en öllum takmörkunum var aflétt. Hann missti þá af karlakvöldi oddfellow og að fara á Vínartónleika með strákunum, Dagbjörtu og Hrafnhildi 26. mars og sama dag að sjá Emil með strákunum og þar fékk Svava Tanja að hlaupa í skarðið.  Daginn eftir var ég farin að finna fyrir einkennum svo það mátti ekki tæpara standa. Gunnar varð ekki mjög veikur af Covid, var sestur við tölvuna á 5 degi og svo kominn í vinnu á 7 degi. En vikuna eftri fékk hann flensu og er enn að glíma við eftirköstin af þessari samsetningu.  Ég varð hundveik af covid, ældu lungu og lifrum í á annan sólahring, og var svona 3 vikur að jafna mig almennilega. 






Krakkarnir komu til okkar í kjöt í karrý 13. mars en við höfðum lítið sem ekkert boðið þeim öllum saman vegna veiruskrattans.

Við áttum uppsafnaða miða á viðburði sem hafði verið frestað og frestað sem við gátum þá nýtt og notið.

23. mars  Rómeo og Júlía með Íslenska dansflokknum, Hrafnhildur og Svava Tanja fóru með var jólagjöfin þeirra.

24. mars Páll Óskar 50 tugur í Háskólabíói, þá miða gaf Gunnar mér í jólagjöf jólin ´19

25. mars Gleðistund með samstarfsfólki á forréttabarnum og svo á VHS krefst virðingar með Lilju Björgu í Tjarnabíói

26. mars sáum við svo Hrafnhildi leika Talúllu í Bugsy Malone í Hraunvellaskóla, stóð sig frábærlega vel og rosalega flott sýning með öflugum leikuru og lifandi tónlist. Þá þurfti ég að útskýra hvernig ég tengdist Hrafnhildi og það sem datt uppúr mér var að stjúpmamma hennar væri stjúpdóttir mín,..... þessar flóknu samsettu fjölskyldur.

Þá í  vikunni hafði ég líka séð jólaleikrit í Vesturbæjarskóla, heimasmíðað og ferlega skemmtilegt að sjá hvað margir skólar eru duglegir við þetta.


Hér eru meiri myndir