Síður

fimmtudagur, janúar 02, 2020

2019 - annáll

Ef þessi annáll ætti að fá titil, þá væri hann barnabörnin, ferðalög, framkvæmdir og ferðalög.

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þennan póst, ætli það sé ekki best að byrja á framkvæmdunum.  Lítill leki inni á baði varð til þess að við helltum okkur í allskonar framkvæmdir, í báðum baðherbergjum, þvottahúsi og forstofu.  Meira um það hér.


Aðrar framkvæmdir voru þær að við fengum Reyni til að koma og gera múrviðgerðir undir gluggum og loka ruslageymsluopinu.  Svo máluðum við allt að utan, ég og Bjössi höfðum byrjað í fyrra, aðallega á gluggum en nú tókst að klára þetta nokkrunveginn með góðri hjálp. Jón, Pétur, Bergþóra og Ingvar tóku í pensil, en Daníel að öðrum ólöstuðum var ómetanlegur í hjálpsemi, hann kom tvisvar og rúllaði allt húsið eins og það lagði sig í hvorri heimsókn.  




 Garðurinn var villtur og skemmtilegur á þessu dásamlega sumri, fín kartöfluuppskera, gulrætur, metuuppskera af rifsberjum, sultaði, frysti og gerði líkjör.

Þessa árs verður samt mest minnst sem ársins sem Kristófer Onyaga Daníelsson sonur Lilju Bjargar og Daníels kom í heiminn, 2. febrúar 2019,  hann er kröftugur og klár, fór að ganga 8 mánaða og er orðinn heilmikill karakter.  

Við höfum líka kynnst bónusbarnabörnunum betur, en Hrafnhildur og Baltasar eru börn Ingvars og mestu ljúflingar.  Hér er allt liðið í myndatöku nú í desember þar sem sá stutti átti alla athygli og mikið verkefni að festa hann á mynd.

Við fórum nokkrum sinnum að horfa á Gabríel í júdó og bíðum spennt að sjá Baltasar í fótbolta og Hrafnhildi í dansi. Guðmund sækjum við stundum og fáum að eiga með honum góða stund, teiknum,  poppum byggjum legó og heimsækjum róluvelli hverfisins.  Viktor hefur líka komið oft á árinu í sama prógram og þykist eiga í okkur hvert bein.  Hann kemur stundum í pössun en ef of langt líður á milli sækir afi hans hann bara. Viktor syngur  mikið og oft "Afi hann er amma mín.... " og "Afi minn og amma mín á Klettahrauni búa...." en hlær mest þegar kemur "afi datt í drullupoll og amma fór að góla" Hér eru kútarnir með mér á afmælisdaginn minn.

Annað sem stendur uppúr á árinu eru bátakaupin, Gunnar og Daði keyptu í félagi 1/6 í Heiðari og fóru til fiskjar og buðu mér og ýmsum öðrum í siglingu um sundin blá.  'Í fyrstu ferðunum fiskaðist vel og allir frystar fylltir af þorski og fiskibollum.





Af öðrum er mest gott að frétta, Pétur er í Héðni og býr enn í Kef, Jón og Dagbjört í Innri-Njarðvík í sínu brasi, Ingvar og Kristín eru hér rétt hjá okkur í firðinum og Kristín í félagsráðgjafanámi, Bergþóra búin með 3 annir í hagfræði, vann í skemmtigarðinum í sumar og í frístund í Hraunvallaskóla með skólanum.  Daníel er kominn með kennitölu og fínt lagerstarf og Liljá er í sínu starfi í Laugarásnum. Pétur skellti sér til USA á frisbee golf mót og þaðan er myndin.

Anna og Bob frá Alaska komu í heimsókn í júní með Dóru Stínu og Eliott bróðir hennar og auðvitað fóru þau á sjóinn.



Í september komu Dóra og Bjartmar í heimsókn og við áttum góðan dag á Þingvöllum, fórum á tónleika hjá ungsinfóníunni og snæddum saman. 


Gunnar fékk svo nýja reynslu í ágúst og fór og sá miss universe að styðja bróðurdóttur sína hana Huldu.


Svo eru það öll ferðalögin.

Mars: Makey/Digilitey ráðstefna í Manchester með helgarstoppi hjá Huldu í Grimsby
Mars: Náttúrufræðimenntunar ráðstefna á Akureyri þangað fylgu Gunnar, Daði og Dísa mér, þau lékur ferðamenn.
Apríl: DCE fundur í Strasbourg
Apríl: meiriháttar ferð til Sardiníu og Korsíku með Daða og Dísu, (er efni í heilan póst sé til hvort ég skrifa hann bráðum) Stoppuðum í Zurich bæði á útleið og heimleið.
Maí; dagsferð með Samkórnum um suðurland.
Maí: wTwinning ráðstefna í Brussel sem Gunnar fylgdi mér á, sjá póst hér.
Júlí; fengum að gista í Bjarmalandi meðan það var vatnslaust heima.
Ágúst: verslunarmannahelgin hjá Möggu og Ínu í Rjóðrinu, Jón og Gerður komu með, Iðunn og Stebbi voru á Bjarmalandi svo það var heilmikið fjör.
Október: Edinborg með Samkórnum og sungið bæði þar og í Glasgow.

Nóvember: Digichild fundur í Helsinki með Skúlínu

Nóvember: annar DCE fundur í Strasbourg

Desember:  Bjartur, Gerður og ég vorum á kránni yfir jólin með flestu okkar fólki og pabba í dásamlegu yfirlæti með miklum mat spilum og frábærum félagsskap. (líka efni í heilan póst sem kemur kannski síðar)


Þetta var líka mikið afmælisár, Iðunn varð 45 og bauð í mikla veislu í sveitinni í ágúst.
Tvíburarnir urðu fimmtugir og Gerður hélt mikið uppá það svo við fórum í tvö meiriháttar sumarpartí.

Bjartur hélt uppá sitt afmæli 21. des á kránni í stórveislu með miklu borðhaldi, Banditarnir spiluðu fyrir dansi og við skemmtum okkur dásamlega með vinum og systkinum.


Tónleikar, leikhús og annað skemmtilegt:


Janúar:  Sálin hans Jóns míns í Bæjarbíó með Iðunni og Stebba
Janúar: Ronja ræningjadóttir með Guðmundi Pálma og Baltasar .

Febrúar: Kór Víðistaðakirkju í partý hjá okkur
Mars: Söngvakeppnin með nöfnu og Hrafnhildi
Maí: út að borða með Altakórnum
Júní: Hárið með leikfélagi Hvammstanga í Þjóðleikhúsinu
Júlí: Eiríkur Hauksson afmælistónleikar
Raggi Bjarna afmælistónleikar
Ágúst: Matarboð og myndlistarsýning hjá Kristjáni Jessen og Rhonu

Ágúst: sveppaferð í Heiðmörk með Ástu Júlíu, 

September: ljósanæturrölt með saumaklúbbnum

8. okt, bæjarrölt með fimmtugum

13. október, notuðum jólagjöfina frá Bergþóru og fórum á Hótel Flúðir í rólegheita afmælisfagnað bóndans.

20. okt, hauslitaferð með Arnþóri og Elínu.

1. nóvember Salvador Sobral, með Krisínu Jónsdóttur

Nóvember: afmæli hjá Össa í Þorlákshöfn
Desember: Þór Breiðfjörð söng Nat King Cole í salnum.
Desember: Matarboð hjá Ástu Júlíu og Ágústi

Hér er líka ótalið allar kóræfingarnar og tónleikar bæðu um vor og jól, saumaklúbbar, systrahittingar og vöfflukaffi, greinilega alltaf nóg að stússa hjá okkur.

Annars erum við bara hress, fórum í Heilsuborg í haust og heldur minna til af okkur en í ágúst, með auknu þreki og hressleika. Við hlökkum bara til 2020 sem verður örugglega líka skemmtilegt eins og þetta fjölbreytta ár.  Fullt af ferðaplönum á prjónunum og nýtt barnabarn og annað skemmtilegt í vændum!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli