Síður

sunnudagur, maí 26, 2019

Helgarstopp í Brussel

Ég fór á eTwinning fund í Brussel og við notuðum tækifærið, fórum fyrr og áttum góða helgi í Brussel með dagsferð til Brugges.
Brussel er bara skemmtileg, við vorum ekki með sérstök plön og spiluðuðum þetta svolítið af fingrum fram.  Við gengum mikið um, byrjuðum nú að sjá fjöruga kröfugöngu fyrir umhverfið, greinilega með allskonar grænum samtökum, Green Peace og svoleiðis, mikið fjör og áberandi hvað þarna var mikð af fjölskyldum með börn, ungt fólk og gamlir hippar.

Við gerðum það sem á að gera, borðuðum frankar og drukkum mikinn bjór en fórum eiginlega ekkert fínt út að borða, urðum næstum hungurmorða á sunnudagskvöldina þegar ótrúlega margir staðir í kringum gistinguna okkar voru lokaðir.

Lestin til  Brugges er bara klukkutími og alveg þess virði að sjá þess litlu fallegu borg, sem reyndar er alveg stútfull af túristum.

Skemmtilegasta uppákoman var samt að lenga á miðju jassfestivali alveg óvænt og vera á fallegu torgi í góðu veðri og fínum bjór.


Meiri myndir hér


Engin ummæli:

Skrifa ummæli