Eftir um það bil 14 ára bið og söfnun fórum við loks saman aftur í ferðalag 4.-12. september 2017. Fríðurnar eru saumaklúbburinn minn, frá því við vorum 12 ára eða svo. Þrjár systur og vinkonur okkar allar jafnöldrur mínar. síðast aferð var til Krítar sumarið 2003, þar áður höfðum við farið 1992 eða 3 til Balimore þar sem við versluðum yfir okkur og til Bacelona 1999 eða kannski 2000.
Jæja en um 2008 vorum við tilbúnar aftur að fara í ferð en þá gerðist eitthvað í fjármálum íslendinga og ferðinni frestað. Svo reyndar erum við orðnar eldri og efnaðri og ferðumst sumar töluvert og vinnum mikið svo erfitt var að samræma ferðaplön en það tókst.
Við flugum gegnum Frankfurt, leigðum okkur villu í Dubrovnik
Villa Bruna og áttum átta frábæra daga saman í borginni. Króatía er með mikið fjallendi og borgin er öll í hæð, þannig að við gengum niður í bæ, margar margar tröppur. Sumir svo upp aftur en aðrir með Über, sem er snilld!
|
Gengið niður í bæ. |
Veðrið var gott framan af sól og blíða en svo fengum við storm og rigningu svo um munaði. Siglingum var frestað og fólk hélt sig í húsi. Þetta er reyndar mjög sjaldgæft og við bara svona óheppin.
Saman fórum við í skipulagða Food Walk þar sem við kynntumst mat og vín frá Króatíu. Við mælum með svoleiðis, þar eru slegnar amk tvær flugur í einu höggi, maður kynnist staðnum, fær góðan mat, og ábendingar um hvað hæst sé að gera og hvar sé gott að borða.
Heima í Villa Bruna var gott að vera og njóta samvista með vinum sínum. Magga og Ína voru duglegar að versla og tóku á móti okkur með veitingum þar sem þær komu á undan beint frá Róm. Hópurinn var svo með sameiginlegan morgunmat.
|
Helga og Íris í afslöppun. |
Gerður systir gerði dauðaleit að almennilegum slátrara því við fundum lítið kjöt í búðunum og reddaði hamborgaveislu og nautasteikum. Villan er með sex svefnehrbergjum og þrem baðherbergjum og góða aðstöðu úti til veisluhalda, sólbaða og sundlaug.
|
Gunnar og Nonni grilla borgara. |
Fólk svo mikið stjórnaði sínum dögum. Sumir fóru með kláf uppá hæðina fyrir ofan borgina og nutu útsýnis. Flestir gengu eftir eftir
borgarveggjunum það kostar eitthvað smáræði, 150 kunur minnir mig, tekur 1-2 tíma eftir því hvað þú ferð hratt yfir og er algjörlega þess virði.
Við Gunnar fórum í
siglingu um þrjár eyjar og áttum frábæran dag, með mat og strönd. á þeirri fyrstu
Koločep, er næstum ekki neitt en ef þú vilt einhverntíman fara í luxusfrí á örlítilli eyju, þar sem bara er ekið um á golfbílum
þá er þetta staðurinn. Þar röltum við bara um og Gunnar dýfði tánum í sjóinn. Næsta stopp var á
Šipan, þar var farið í land í Suđurađ þorpinu og rölt aðeins upp hæðina þar sem við fengum frábæran hádegismat, súpu, val um kjöt, kjúkling eða fisk og svo kökur og kaffi. Auk harmonkiuspils og ég hef aldrei heyrt eins hræðilega tónlist fá eins mikil gleðiviðbrögð! Á síðustu eyjunni fór ég í sjóinn og Gunnar smá en fór svo í gönguferð þar sem hann rakst á sýningarbás/hús
Your black horizon eftir
Ólaf Elíasson sem á víst heimili á eyjunni Lopud núna. Lítill heimur.
Á heimleiðinni gaf vel á og samferðafólkið naut þess að æpa smá. Þegar við komum til baka kom í ljós að ekkrt hafði orðið af siglingu hinna út í eyjuna Lokrum vegna þess að of mikið var í sjóinn og kláfurinn lokaður vegna roks.
Ég og Gunnar fórum á strönd, vegna þess hver þarna er fjallent eru strendurnar litlar og grýttar svo nauðsynlegt er að vera með vaðskó. Strendurnar í eyjunum voru reyndar með sandi, kannski innfluttum svo vel mætti gera sér dagsferð þangað með báta Über.
Þetta var góð ferð, Dubrovnik er heillandi og sérlega gamli bærinn með þröngum götum, veitingahúsum á hverju strái sem mörg hver eru mjög góð en frekar dýr. Meðal annar létum við plata okkur til að kaupa heila gin þegar sex glös hefðu dugað, og með tonicinu fór reikningurinn í 16 þúsund ISK! Stundum fórum við öll saman í leiðangra og stundum út og suður.
Hægt var að fara í verslunarmistöð og ein nýtti sér það en annars er þetta ekki staður til að versla.
Takk fyrir samveruna kæru vinir.
Myndir úr ferðinni. Kort ferðarinnar