Síður

þriðjudagur, júlí 22, 2014

Norðurferð- Sigríðarstaðir

Föstudaginn 18. júlí fórum við norður á Sigríðarstaði með Bergþóru og Gabríel. 
Við sóttum Bergþóru á Akureyri og fórum svo Lágeheiðina, bíllinn var ein drulluhrúga enda allt blautt, en lika skaflar sem gnæfðu yfir veginn svo það var tilvalið að stoppa og fara í snjókast. 

Á Sigríðarstöðum er alltaf jafn gott að vera. Við spiluðum, RISK og Monoply gengum og höfðum það gott í stilltu þokuveðri og smá úða á köflum.  Í göngutúrunum hittum við hesta, tíndum ber, fældum upp jaðrakan og endur, fuglarnir eru alltaf jafn áberandi í dalnum, enda heyrist ekkert annað. Svo koma rollurnar daglega að klóra sér á gamalli rakstrarvél sem brýðir hlaðið á Sigríðarstöðum, Gabríel til mikillar gleði. Bergþóru tókst að koma okkur í 1,2,3,4,5 dimma limma limm, feluleik í blautu grasi og Þrír hlutir snertir fyrir mér, sem er einhver útgáfa af Fallin spýta.  Svo lituðum við Gabríel næstum heila lítabók af Angry Birds.

Á laugardaginn fórum við á Hofsós að veiða á bryggjunni og prófa nýju sundlaugina þar. Við vorum ekki með miklar veiðigræjur en það kom ekki í veg fyrir að Gunnar halaði inn 5 þorskum sem ég flakaði á staðnum og voru svo snæddir næstu daga. Gunnar kann greinilega handtökin við þetta og var ekki bara að berja vatnið eins og við hin vorum full sátt við. Gabríel skildi ekkert í ömmu sinni sem ætlaði að skera fiskana, þangað til hann áttaði sig á að það átti að borða þá. 

Sundlaugin er fín en í þetta skiptið full af ættarmóti, pottuirnn ekkert mjög stór og frekar heitur og laugin og heit til að vera það í rólegheitum.   
Bíllinn hafði verið með einhver leiðindi daginn áður og skalf og urraði svo Gunnar fór á Krókinn meðan við syntum og kom til baka með þær fréttir að hjólalega væri farin, búið væri að panta nýja og við mættum koma með bílinn í 2ja tíma viðgerð á þriðjudagsmorgni.
Við héldum því kyrru fyrir á Sigríðarstöðum, laumuðumst einu sinni í sund á Sólgörðum, sú er eins og risastór heitur pottur og mikið afslappandi að dóla í, svo lét sú gula aðeins sjá sig svo það var velheppnuð heimsókn nema mér tókst að gleymna bæði sundgleraugum og sólgleraugum ;(

Engin ummæli:

Skrifa ummæli