Síður

laugardagur, júlí 12, 2014

Gengið um Álftanesið

Keyptum okkur bók með 25 gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu.  Fórum í gönguferð um Álftanesið mjög skemmtileg leið. Hittum kanínur, skrautlega hana, hesta, kolbrjálaðar kríur, vælandi veiðibjöllur, skelkaðar sandlóur. tignarlega tjalda, spóa, lóur og hrossagauk.
Svo er gengið hjá varðturni úr stríðinu, forvitnilegum steypustykkjum, flotbryggjum á þurru landi og síðadt en ekki síst um hlaðið á Bessastöðum.  Bókin segir 6,3 km. tók okkur vel á þriðja tíma enda ekki farið  hratt yfir. Gunnar endaði á smá rúnt með Krumma sem keyrir strætó um nesið.

Að lokum fórum við á BanKúnn nýjan tælenskan stað í Hafnarfirði með ágætum mat ig afleitum karókísöng. Ætla að stinga upp á því að annar kórinn minn hafi haustpartí þarna.

Myndir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli