Við kvöddum gestgjafan okkar í Pavia og keyrðum til Cremona, þar fengum við okkur göngutúr niður við Po í rosalegum hita. Það átti stóran þátt í hvert við fórum þessa fyrri viku að Gunnar man alltaf eftir því að hafa lesið og lært um það 12 ára í landafræðinni um landbúnaðinn á Pó slettunni, svo við vorum í svoleiðis Pílagrímaför, kíkja á Pó og landbúnaðinn.
Hér eru allar myndirnar
Annað sem Gunnar hefur áhuga á í útlöndum er að skoða kirkjugarða og þarna komst hann í feitt, keyrðum fram á nokkra svona grafreiti. Ég er aðeins búin að skoða um dauða, jarðarfarir og grafreiti í Ítalíu og sá á einum stað að ekki er algengt að brenna fólk, kaþólska kirkjan er víst á móti því. Svo þá skil ég ekki þessa litlu ramma. Þessi segir í bloggi frá öllu ferlinu svolítið með gestsauga því hún er frá USA þar segirhún "buried the cheap way – in a vault. These vaults are very common in cemeteries in some parts of Italy, where space is at a premium and being buried in the ground therefore very expensive. " okkur fannst þetta nú ekki líta neitt fátæklega út en líklega útskýra jarðargæðin þessa siði þarna, fermetrunum er betur varið í maíisrækt en undir kirkjugarða. Allavega við sáum þónokkuð af svona grafhýsum.
Svo fundum við gistinguna okkar Pilgrim Hotel við Strada di Provincale, tók smá stund að átta sig á að það er auðvitað bara þjóðvegur ;) Allavega hótelið er í smá þorpi Cicognolo, sem er bara nokkrar götur 961 íbúi og ég get ekki betur séð að þar sé bara einn veitingastaður, allavega á google kortum . Það var ótrúleg upplifun, hótel fullt af marmara og kristalljósakrónum, skjannahvítum handklæðum, en..... engum gestum nema okkur ! Alveg satt, við sáum enga aðra gesti meðan við vorum þarna en 4 starfsmenn. Risastórt bílastæði og bara okkar bíll þar og þrír aðrir líklega frá starfsmönnum.
Við dressuðum okkur upp til að fara í kvöldmat og báðum dömuna í móttökunni til að benda á eitthvað, hún sagði einn veitingastað vera opinn og teiknaði fyrir okkur uppdrátt og fór með okkur út til að vísa okkur til vegar.
Við fórum á Osteria de l'Umbrelèer. (fær flottar umsagnir á Tripadvisor) og hvílík upplifun, alvöru borðbúnaður, tauservéttur og dúkar og eigandin sjálfur í salnum.
Við fengum frábært antipasti, Tortelli di zucca al burro e salvia,Það var uppáhaldið okkar, pasta sem við þekkjum sem ravioli fyllt með graskeri, kryddað með sinnepssultu og borið með bræddu smjöri með salvíu og parmasean osti.
Hér er uppskrift sem ég ætla að prófa við tækifæri Við fengum líka í secundo asna, hægeldaðan í brúnni sósu mjög góðri og svo bauð hann okkur dásemlega osta og dessertvín og kökur, torrone.... einskonar þykkur marengs með pistasíuhnetum, ég fann nokkrar uppskriftir hér (sjá neðar) og mun prófa við tækifæri, kannski líka láta fljóta með að hann Diego varð bara hálfmóðgaður þegar ég bar þetta saman við Turkish delights og sagði þetta sko ekki vera líkt!
http://italianfood.about.com/od/tastysweettreats/r/blr1119.htm
http://candy.about.com/od/nougatmarzipancandy/r/honeynougat.htm
http://www.delallo.com/recipes/torrone-italian-nougat-candy
.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli