Síður

mánudagur, júlí 15, 2013

Empty nest ? Drengirnir fluttir að heiman.

Núna er ég fyrst að upplifa það að strákarnir eru fluttir að heiman og engin plön um að það breytist til baka. Auðvitað voru þeir ekki með okkur í Englandi og fóru svo báðir á tímabili til Noregs en þá vissi maður alltaf að þeir kæmu aftur.

En nú er Pétur fluttur uppá Ásbrú, býr þar með Ævari, Halla og Jóhönnu í stóru og huggulegu raðhúsi.  Það var alltaf vitað að hann færi suður aftur þegar smiðjan flutti á Ásbrú og svo var hann líka hálfvængbrotinn án vina sinna og eyddi tímanum hér í Hafnarfirði mest heima. Við heimsóttum Pétur þegar við komum frá Englandi, hann tók vel á móti okkur með kaffi og heimabökuðum brownies.

Hjá Jóni gerðist það snögglega að hann og Ágústa ákváðu að fara að búa saman og fengu íbúð í Innri-Njarðvík. Við reyndum líka að heimsækja hann er hann var að vinna lengi svo það bíður bara betri tíma. Þeir vinna og vinna drengirnir, Pétur er í Málmey smiðjunni og er svo í aukavinnu í bílaleigu á kvölin. Jón er í Eskju, fiskverkun hér í Hafnarfirði, skilst að hann verði fram að áramótum og svo taki Fisktækniskólinn aftur við.

Allavega, kunningjakona mín amerísk spurði hvor við værum að upplifa empty nest syndrom og við héldum nú ekki við værum orðin vön að vera bara tvö. Held ég verði að taka það að einhverju leiti til baka því mér finnst tilfinningin eitthvað skrýtin að eiga ekki von á einhverjum svöngum inn um dyrnar any moment.
Ekki það að þeir komi ekki svangir, þeir komu báðir í mat á sunnudag og Kristín Hrönn líka, vona að það verði fastir liðir og að norður dömurnar komi stundum líka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli