Síður

laugardagur, desember 26, 2009

Risið úr bloggbindindi

sæl og blessuð kæru lesendur og takk fyrir síðast, en það er fyrir heillöngu eða nákvæmlega hálft ár. Það var engin meðvituð ákvörðun að hætta að blogga það bara gerðist einhvernveginn eftir að við fluttum heim. Nú er það aftur á móti meðvituð ákvörðun að byrja aftur. Hér er því smá blogg um blogg. Þegar við bjuggum úti notuðum við bloggið til að flytja vinum og vandamönnum fréttir af lífi okkar í Leeds svo veit ég ekki hvað en líklega þykir okkur líf okkar ekki eins merkilegt hér heima eins og það er nú mikil þvæla. Líklega hefur líka Facebook spilað hlutverk því þar uppfæri ég stöðu og fylgist með öðrum, en gallinn við það er að upplýsingarnar verða illaðgengilegar á stuttum tíma. Undanfarið höfum við Gunnar ætlað að rifja upp eitt og annað, ekki bara frá Leeds heldur frá fyrri árum og þá förum við í bloggið til að hressa upp á minnið svo við sjáum að bloggið er fínasta heimild. Svo nú skal risið úr bloggbindindi og skráð helstu viðburðir og pælingar, þó svo að líf okkar allt verði eins og opin bók fyrir hvern sem nennir að lesa þá verður bara að hafa það enda ekkert að fela og ef svo væri þá væri það hvort sem er ekki fest á blað. Vil ég bara biðja lesendur að kvitta kannski fyrir sig og skilja eftir smá comment.
kv. Svava

Engin ummæli:

Skrifa ummæli