Það er gott að eiga góða að og sérlega þegar flutt er á milli landa. Meðan við biðum eftir að fá íbúð afhenta á Vallarheiði fengum við að búa fyrst hjá pabba og svo hjá Iðunni og Stebba meðan þau voru á Ólafsfirði og í sumarbústaðnum, mikill lúxus og yndislegt heimili að dvelja á. Myndir úr júlí .
Við áttum fyrst að fá íbúð á Grænásbraut 1216 4 herbergja en vildum endilega á 5 herbergja til að hafa auka herbergi fyrir Bergþóru Sól. Ég var ekkert smá kát þegar Keilir hringdi og ég fékk að skoða 5 herbergja íbúð og hún er HUGE, fullt af skápum, öll tæki, tvö baðherbergi og bara dásamlegt þótt í rokrassgati sé. Jón og Pétur fluttu líka inn um leið og voru alsælir, Jón að vinna á bílaleigu og Pétur í Dominos.
Gunnar datt líka aldeilis í lukkupottin, Bjössi vinur hans bauð honum að koma mér sér 2-3 túra á trillu en þegar Gunnar mætti var Bjössi búinn að ráða sig á stærri bát og Gunnar mátti bara taka við svo þarna fékk hann vinnu upp í hendurnar. Hann gerðist trillusjómaður fór snemma á morgnana og kom seint á kvöldinn, þreyttur og sólbrúnn með fulla poka af fiski. Í einum af fyrstu túrunum kom hann vélarvana bát til bjargar og Víkurfréttir sögðu frá þó þar væri sleppt hans þætti!
Ég var þess vegna mikið í húsmóðurgírnum, vaknaði með Gunnari og Jóni til skiptis og smurði handa þeim nesti, og flakaði svo, frysti og gerði fiskibollur fram á rauðar nætur. Naut líka lífsins að hreiðra um mig í stóru íbúðinni. Versta var að ég eiginlega gleymdi að ég var í námi og sinnti því of lítið en þurfti líka kannski bara smá frí.
Við festum kaup á Mitsubishi Outlander hjá Reyni pabba Gabríels Veigars og fengum þá feðga í heimsókn.