Við skötuhjúin ákváðum að túristast svolítið þessa helgi og skoða nágrennið, nokkra staði sem eru búnir að vera á listanum. (og ég að gefa lestrinum frí í tvo daga)
Fórum í gær í Yorkshire sculpture park, hann er bara í hálftíma fjarlægð, Gunnar notaði tækifærið til að æfa sig á takkana sína 27 og tók 600 myndir og ég nokkrar af honum að taka myndir ! Dásamlegt veður, flottar höggmyndir (tókum reyndar fáar myndir af þeim).
Við settumst við niður með picknickið okkar, það má bara vera með svoleiðis á nokkrum stöðum og sá sem var næstur bílastæðinu var með kindum og lömbum, kindur á Íslandi eru styggar svo ég hélt þetta væri nú í lagi þegar búið var að sparka burt nógu mörgum spörðum til að geta komið teppinu fyrir, en ein rann á lyktina og sá mig ekki í friði! kom aftur og aftur og reyndi að éta veskið mitt! En fyrir utan það var þetta frábær dagur.
Keyrðum svo sightseeing krókaleið til baka með einum köldum á crummy pub.
Keyrðum svo sightseeing krókaleið til baka með einum köldum á crummy pub.
Fleirr myndir hér http://www.facebook.com/album.php?aid=74271&id=696749115&l=f96e29df83
Um að gera að njóta lífsins og verunnar í Leeds á meðan hún endist.
SvaraEyðakv. Gerður