svona leið mér í dag, þegar ég var búin að hitta andmælendur mína (veit ekki hvaða orð á að nota, hér en það eru tveir prófessorar sem eru kallaðir examiners) og þeir búnir að gefa mér græna ljósið að halda áfram með verkefnið mitt.
Annars eru hjá okkur góðir gestir, Halla Kolbeins vinkona okkar sem er að ganga frá sölunni á húsinu sínu hér í UK og ýmislegt annað (t.d. að ná í duftker með eiginmanninum heitnum), frænka hennar kom með henni til halds og trausts. Annars er Gunnar búinn að vera að sinna þeim í nokkra daga og keyra þær út um allt. Þau fór t.d til York í dag.
Við fórum öll saman út að borða í kvöld til að halda upp á þetta allt saman áðan.
Svo er það Ísland á morgun og viðtöl og rýnihópar næstu tvær vikunnar. !! endalaust stuð !!
Gunnar Halldór og Svava
Til hamingju með áfangann elsku Svava mín og haltu ótrauð áfram. Ef þú kíkir á fésið mitt þá sérðu að ég fékk líka góðar fréttir dag.
SvaraEyðaKveðja,
Maria
Frábært hjá þér, hlakka til að fá þig heim. Kveðja til þín Gunnar - þú ferð að verða vanur í hlutverki grasekkils!
SvaraEyðaGerður