Síður

föstudagur, maí 29, 2009

EVERTON FC og Rhydian


Nokkrar línur frá grasekklinum hérna í Leeds.

Ég skrapp með Tony til Liverpool til að horfa á Everton keppa við West Ham á Goodison Park. Þeir eru nú að verða nokkrir vellirnir sem ég er búinn að koma á hér í UK. Þetta var mjög skemmtileg ferð með honum og family, sem eru mikið stuðningfólk Everton. Eru með ársmiða og allt það, og ég fékk sæti þar sem aðalstuðningmennirnir voru. Allir voru í mikkklu stuði enda unnu þeir 3-1.


Ég fór einnig síðasta laugardag til Sheffield til að horfa á Rhydian í City Hall, það var nú svolítið fyndið að fara á tónleikana einn og með 3 miða, miðarnir keyptir fyrir löngu síðan vegna þess að Svövu langaði mikið að sjá hann og bauð Huldu með. Svava þurfti síðan að fara til Ísland og Hulda gugnaði á að fara þannig að ég stóð fyrir utan City Hall í Sheffield og var að reyna að gefa fólki miða á tónleika sem voru uppseldir. Ég hætti því fljótlega því að stelpurnar og einnig strákarnir sem ég reyndi að gefa miða horfðu á mig með þannig augnaráði og vissu ekki hvað þessi karl, ég, hefði eiginlega í hyggju. Sá svo hóp af kellum sem voru auðsjáanlega "groupies" en komnar af léttasta skeiðinu og bauð þeim að fá miðana. Það var nú líka svolítið fyndið að ég var með sæti á besta stað með fullt af miðaldra kerlingum í kringum mig sem héldu ekki vatni yfir Rhydian og ein sem sat við hliðina á mér var að fara á 6 tónleikana hjá honum í röð, bara elti hann um allt. Ætli hún hafi ekki verið svona um sextug og sagðist búa rétt hjá Manchester. Aðdáendahópurinn, eingöngu konur, kölluðu sig Rat pack. Þetta voru svosem alltílagi tónleikar en hann kemst nú ekki í hálkvist á við hana Tinu mína.

Hérna sjáið þið hann í öllu sínu veldi: http://www.youtube.com/watch?v=YC61Bp_dq8U&feature=channel

Svo er ég nú bara að læra fyrir þessi próf mín, fer í göngutúra, bíltúra og kaffihús. Fyndið hvað sumt breytist hjá manni þegar maður er svona einn, t.d. þá hef ég ekki kveikt á sjónvarpinu meðan Svava hefur verið á Íslandi. jæja þetta er nóg í bili.

Annars hlakka ég mikið að fá þær tvær Svövu og Bergþóru Sól á mánudaginn.

GHG

Engin ummæli:

Skrifa ummæli