Ég er núna á Íslandi í stuttu páskastoppi, kom sunnudagskvöldið 5. apríl. Búin að gera helling á stuttum tíma:
- fara með pabba í lónið
- Fara i afganga til nöfnu fermingarstúlku og gefa henni forláta skartgripaskrín
- syngja í Singstar með nöfnu og spila Phase10
- drekka kaffi með Sollu
- hitta Kennaraháskólakórsvinkonur, Völu og Gústu hjá Helgu Guðrúnu
- hossa Gabríeli Veigar og spjalla við Kristínu Hrönn, hitti líka Lilju og Bergþóru þar
- elda grjónagraut og slátur fyrir strákana
- spjalla við Guðbjörgu og Bjössa
- ganga hring um Keflavík með Írisi og Erlu
- ræða heimsmálin við pabba
- fá hamborgara og spjalla við Möggu
- fara með Olsen til Jóns
- fara í bankann
- kjósa
- leika mér í nýju tölvunni minni
Nóg að gera, meira seinna Svava
Engin ummæli:
Skrifa ummæli