Síður

laugardagur, febrúar 07, 2009

Mesti snjór í 18 ár

Ég er hreinlega farin að velta því fyrir mér hvort við Gunnar höfum svona sterk áhrif, fyrst kemur jarðskjálfti, ekki gerst í manna minnum, svo mesti snjór í 18 ár hvað verður næst, eldgos?

Annars er snjórinn nú minni hér en sunnar í landinu, við höfum auðvitað gaman að þessu, skólar lokaðir, allt ófært fólk kann hvorki að ganga né keyra í smá föl ! Fyndnast finnst mér samt að sjá fólkið með regnhlífar í snjókomu.

Lífið gengur sinn vanagang, ég læri, Gunnar skutlar mér, verslar og eldar. Hann er líka byrjaður á enskunámskeiðum og er alsæll þar, seinna í mánuðinum fer hann á námskeið í stafrænni ljósmyndun, bæði að læra á græjuna sem ég taldi að er með 27 tökkum! og svo að vinna með myndir.

Ég er núna að hamast við aðferðafræðiritgerð, þá seinni og upplifði í fyrsta sinn í gær þessa tilfinningu sem víst allir doktorsnemar fá með tímanum að taka fram úr leiðbeinendunum og vita meira en þeir á einhverju sviði, ekkert merkilegt svo sem, sem ég komst að en gaman samt.

Meiri snjómyndir hér:
http://www.facebook.com/album.php?aid=56449&l=18f09&id=696749115

Engin ummæli:

Skrifa ummæli