Síður

föstudagur, febrúar 27, 2009

Þorrablót um helgina
Við verðum hér; http://www.cavecastlehotel.com/home.php um helgina á þorrablóti Íslendingafélagsins í Hull. Það er að vísu komin Góa og Þorrinn búinn, en ætli ástæðan fyrir þessu sé ekki tímamunurinn. Vonandi fáum við svona stórt rúm með himnasæng eins og þeir sýna á heimasíðunni sinni, og vonandi gefur heimasíðan sanna mynd af þessu hjá þeim. Jæja við sjáum hvernig þetta verður vonbráðar. Hafið góða helgi. Kveðja frá Leedsurunum.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Skemmtilegir dagar!

Við erum búin að vera með góða gesti undanfarna daga. Gunnar fór á fleygiferð (var að fá bréf frá löggunni hann hafði náðst á hraðamyndavél) og sótti Hörð og Sillu á Stansted og mjökuðu sér heim í rólegheitum með góðu stoppi í Cambridge. Ég gekk frá lokahnútum á ritgerðinni á meðan.

Á fimmtudeginum fórum við öll til York, þar stóð yfir Víkingahátíð og mikið líf á götunum eins og myndin sýnir. Meiningin hafði verið að fara í víkingasafnið en þar var heillöng röð svo við fórum í York Minster, ég er að koma þar í 5 sinn held ég en er alltaf jafn impressed og sé eitthvað nýtt.

Á föstudeginum var lífinu tekið með ró, ég prentaði út ritgerðina og skilaði. Hörður prófaði að fara í klippingu in the Hood, þau heimsóttu Thackray Medical Museum og þau versluðu í matinn og elduðu, ekki amalalegt að fá svoleiðis gesti.

Um kvöldið lá leiðin í The Birdcage, næturklúbb með drags/kabarettshówi, alveg brjálæðislegur hávaði svo söng í eyrunum á okkur fram á næsta dag. Showið var nú bara svona lala, dónaleg dragdrottning sem mimaði allt og gerði grín að gestunum, en okkur fannst nú líka eiginlega jafn gaman að horfa á þá, Englendingar kunna greinilega að skemmta sér þegar þannig stendur á. Þarna var ein að halda upp á sextugsafmælið með fjölskyldunni, nokkur afmælispartí enn og gæsapartí og fullt af liði í grímubúningum. Showið var bara líka eitt atriði í einu og svo flykktist liðið á gólfið þess á milli.

Á laugardeginum byrjaði fótboltaæðið, ég hef alltaf stefnt að því að fara á einn leik á Elland Road, leikvelli Leeds Utd. þetta var hin ágætasta upplifun en skítakalt. Það voru 20.371 manns á vellinum og Leeds vann 2-0.

Á sunnudeginum var svo farið á alvöruleik eins og Hörður sagði með Liverpool-Man. City, en hann er mikill aðdáandi og naut sín alveg í botn eins og hægt var svona lasinn eins og hann var allan tímann. Við Silla fórum á Bítlasafnið og góðan rölt um bæinn fylgdumst með stöðunni í gegnum glugga pöbbana fórum einu sinni inn og spurðum einhverja strákaorma um stöðuna og þeir urðu half hvumsa en þá var Liverpool undir en þeir náðu að jafna og þannig endaði.

Á milli allra þessara ferða höfðum við það gott heima og elduðum góðan mat og við þökkum Sillu og Herði fyrir góða samveru. Myndir má sjá á http://www.facebook.com/album.php?aid=61055&id=696749115&l=94fa3

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Afmæli og kostulegt par!

Ég átti afmæli í gær, það gerist nú víst einu sinni á ári. Gunnar vakti mig upp með morgunmat í rúmið, og fjóra pakka. Peysa, baðbombur, róman ( sem má ekki lesa fyrr en ritgerðin er búin) og rafdrifnar salt og piparkvörn, hann sagði nú að það væri alveg eins handa honum en það var sko í góðu lagi því þetta var allt svo flott. Svo fékk ég símtöl frá Huldu og Bjarti, og grilljón kveðjur á Facebook. Og Gerður sendi pakka gegnum Amazon, hún er sko orðin tæknivædd, og víst annar á leiðinni enég er alsæl með handáburðinn frá henni, ekki veitir af á svona gamlar hendur ! Við ákváðum að fara ekkert út fyrr en við fáum góða gesti í næstu viku þá verður sko farið út.

Annars leiddu öll þessi gjafakaup hans Gunnars til kostulegrar uppákomu. Hann sækir mig alltaf í tónlistarskólann og bíður yfirleitt fyrir utan þegar ég kem út. En nú síðast beið ég og beið og hrindi í alla síma og náði bara ekkert í hann. Svo ég skelli mér í strætó til að fara heim og ekki vildi betur til en að ég fór í vitlausan strætó, var alltaf að vona að hann beygði svo og færi með mig heim en hann hélt bara áfram út í vitleysuna, ég spurði samferðafólkið ráða og var ráðlagt að fara úr vagninum og taka svo tvo heim. Ég fór úr vagninum en leist ekkert á að bíða og bíða í rigningu og Gunnar kannski fótbrotinn í stiganum heima, náði mér í leigubíl og sagði leigubílstjóranum farir mínar ekki sléttar, hann var einna helst á því að karlinn væri bara sofandi! Þegar ég svo kem heim er allt slökkt og enginn bíll og.......... ég lyklalaus, hafði gleymt þeim í skrifborðinu í skólanum. Til allrar hamingju renndi Gunnar uppað þar sem ég stóð og hugsaði málið. Hann var úrlaus og símalaus, hafði spurt fólk hvenær verslunarmiðstöðin lokaði og sá að þetta yrði í lagi, endaði þar í matvöruverslun en þær eru auðvitað oft opnar lengur svo hann bara valdi lauk og epli í mestu makindum á meðan ég var í þessum óförum.
Kv
Svava

laugardagur, febrúar 07, 2009

Mesti snjór í 18 ár

Ég er hreinlega farin að velta því fyrir mér hvort við Gunnar höfum svona sterk áhrif, fyrst kemur jarðskjálfti, ekki gerst í manna minnum, svo mesti snjór í 18 ár hvað verður næst, eldgos?

Annars er snjórinn nú minni hér en sunnar í landinu, við höfum auðvitað gaman að þessu, skólar lokaðir, allt ófært fólk kann hvorki að ganga né keyra í smá föl ! Fyndnast finnst mér samt að sjá fólkið með regnhlífar í snjókomu.

Lífið gengur sinn vanagang, ég læri, Gunnar skutlar mér, verslar og eldar. Hann er líka byrjaður á enskunámskeiðum og er alsæll þar, seinna í mánuðinum fer hann á námskeið í stafrænni ljósmyndun, bæði að læra á græjuna sem ég taldi að er með 27 tökkum! og svo að vinna með myndir.

Ég er núna að hamast við aðferðafræðiritgerð, þá seinni og upplifði í fyrsta sinn í gær þessa tilfinningu sem víst allir doktorsnemar fá með tímanum að taka fram úr leiðbeinendunum og vita meira en þeir á einhverju sviði, ekkert merkilegt svo sem, sem ég komst að en gaman samt.

Meiri snjómyndir hér:
http://www.facebook.com/album.php?aid=56449&l=18f09&id=696749115