Síður

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Hermitarnir



Eitthvað hlýt ég að geta sagt í fréttum , en varla þó, við erum að verða óttalegir "hermitar" hittum fáa nema hvort annað, í vinnuherberginu mínu eru 10 skrifborð en flesta daga erum við bara tvö þar ég og Charles sem er frá Kenya og með einbeittustu mönnum sem ég hef séð. Svo koma hinir í smá stund vinna smá og prenta og hitta kennarnana og biðja, já biðja, einn daginn sá ég bara í bossann á stöllu minni þarna og hélt fyrst að hún hefði misst eitthvað undir borð en við nánari athugun var konugreyið bara að biðja.
Við erum farin að kynda erum samt þrælnísk við það, en hér er búið að vera óvenjukalt.
kv. Svava

Engin ummæli:

Skrifa ummæli