Síður

mánudagur, október 06, 2008

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN HULDA :)

Best að henda inn nokkrum línum, það kostar ekki neitt og það er það eina sem maður leyfir sér þessa dagana ! Er i hálfgerðu losti yfir þessu gengi og Gunnar hlær eins og vitleysingur og segir að annað sé ekki hægt. Í janúar vorum við svo heppin að vera nýbúin að borga skólagjöldin áður en gengið fór af stað en nú er allt farið til andskotans ( afsakið orðbragðið) og ég þarf að borga skólagjöldin á næstu dögum.

pínu pinu bót í máli að ég er búin að fá vinnu í bókasafninu 4 tíma á viku næ allavega að vinna fyrir strætógjaldi! Fyrsti dagurinn í dag.

Nú eru afmælin á fullu Kristín Hrönn varð 20 ára í gær, hjartanlega til hamingju ef þú lest þetta, Skapti Ben var líka í gær orðinn 13 ára og Hulda systir er , hey hún á hálfstórafmæli var ekki búin að átta mig á því en hún er 35 Til hamingju með daginn

PS ætli Gunnar sé ekki svona á svipinn yfir genginu, eða óáfenga bjórnum sem hann fékk þarna um daginn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli