Síður

fimmtudagur, júní 26, 2008

Gunnar og ástarsambandið við krónuna

Uppáhalds vefsíða Gunnars er um gengi íslensku krónunnar gagnvart pundi, þetta er svona "love - hate relationship" Fluttum smá pening í gærmorgun, hefðum sparað okkur þó nokkrar krónur að bíða fram eftir degi, en Gunnar var búinn að bíða eftir betra gengi en það virtist ekkert á leiðinni. Vona samt að þetta skáni, svo verður tryggara þegar Gunnar fer að fá laun í pundum sem ekki rýrna reglulega.

4 ummæli:

  1. hvernig heldur hann að það fari með gengið ?? upp niður ? á ég að henda 100.000 dkkr inda á banka á is med gengi 17.02 og bíða í hálft ár eða heilt og og og ????

    SvaraEyða
  2. Eins og þú sérð hér; http://www.bi.is/default.asp?skjal=00,05,03,01&lang=is&menu=00,05,03,01
    Þá er danska krónan í sögulegu hámarki. Það sem fer upp kemur einhverntíman niður ;) Ef maður væri skyggn þá mundi ég veðja, en samt ég held að það væri ekki vitlaus leikur hjá þér, það er bara spurning hversu hátt danska krónan fer og hvað það tekur langan tíma að hún fer niður aftur. Þetta er allaveganna betri líkur en að kaupa lottómiða. Greiningardeildir bankanna vita ekki rassgat hvernig þetta fer, þannig að þú getur held ég grætt á gengismuninum, ef við erum að líta 1/2 til eitt ár fram í tímann, fyrir utan frábæra vexti á peningamarkaðsreikningum bankana. Gangi þér vel.
    Gunnar Halldór

    SvaraEyða
  3. Svo er annar mögleiki ef þú liggur á 100.000 dkkr! Styrkja námsmanninn systur þína :)

    SvaraEyða
  4. Fer að skoða þessa síðu gaumgæfi lega þar sem að allt stefnir í að ég þurfi nokkur pund í haust. Er að fara að panta Englandsferð og eins og sakir standa kemur eflaust hele familien með : )
    Gerður

    SvaraEyða