Síður

sunnudagur, júní 01, 2008

Ég er að fríka út !

Hef aldrei held ég unnið eins leiðinlegt verkefni, um athuganir og viðtöl í aðferðarfræði, við höfðum bara þrjú ritgerðarefni og þetta fannst mér skást. Sit og þykist vinna er reyndar búin að lesa allan fj... um viðtöl og athuganir sem vonandi kemur að gagni á næstu árum.
Fer til Ísland á föstudaginn ! verð þá að vera búin að skila uppkasti og helst fá viðtal um það....

Suðum hangikjötið sem er búið að bíða í frystinum frá jólum, nammi namm. Erum að reyna að tæma frystinn, erum víst að fara að flytja, veit ekkert hvert, Gunnar er með málið í nefnd, vonast samt eftir niðurstöðu fljótlega.

Það rignir mikið, skólinn orðinn tómur allir í grunnnámi farnir burt og eftir sitja alvarlegir doktors- og mastersnemar.

Sé ykkur Svava

2 ummæli:

  1. Hangikjöt og engin Hulda skamm skamm skamm.

    SvaraEyða
  2. Hélt það endaði alltaf í ruslinu hjá þér, á ég að kaupa bút fyrir þig ? Eða eitthvað annað ?

    SvaraEyða