Síðasta helgi og ýmislegt blaður
Er ekki hægt að fá svona Kjarnafæðis hvítlaukssósu, takk fyrir.. við erum að fara að grilla úti er 28°C en samt skýjað, ég er búin að þróa með mér nýjan hæfileika, ég las á meðan ég gekk heim, ekki fræðirit, bara reyfara, einn sem ég fann í Lincoln Castle það var á bókinni gulur miði sem sagði " I am not lost - I am FREE" svo ég stóðst ekki mátið og kippti henni með, hún var þá frá frábæru fyrirbæri sem heitir Bookcrossing virkar þannig að þú skráir bækurnar og skilur þær svo eftir á víðavangi, getur svo fylgst með á netinu hvert þær flakka, alveg tilvalið fyrir bókaorm eins og mig.
Já Lincoln, við fórum til Grimsby um síðustu helgi og fórum þaðan í dagferð til Lincoln með Huldu og Les, við skoðuðum kastalann þar, þar í gömlu fangelsi er safn bæði um fangelsið og um stjórnarskrár, þar hvílir Magna Carta , við líka vorum mjög forvitin um fagurgula akra sem eru hér um allt, þetta eru rapeseed akrar, við fengum Les til að stoppa við einn til að skoða og mynda fyrirbærið. Úr þessu er unnin olía líka þekkt sem canola olía og ef þið kaupið olíu sem heitir einfaldlega vegetable oil eru allar líkur á að það sé rapeseed olís. Og líka þetta er ræktað afbrigði af vesturíslendingi DR. Baldur Stefannson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli