Síður

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Dóra í heimsókn

Dóra systir kom í síðustu viku og verður hjá okkur til 14 apríl. Um helgina fórum við að sjá Svanavatnið og út að borða á fisk-veitingastað. Við höfðum mjög gaman af að sjá Svanavatnið með Þjóðarballetinum enska, tónlistin er líka svo frábær eftir Tsjækovskí. Núna er Svava að sýna Dóru háskólann sinn og í heilmiklum göngutúr um borgina.

1 ummæli:

  1. Haha, rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun. Vissi að þú værir úti í Bretlandi en ekki að þú værir í Leeds. Ætla rétt að vona að þú mætir reglulega á Elland Road til að styðja mína menn uppí 2. deild...

    Ármann Guðmundsson

    SvaraEyða