Síður

miðvikudagur, apríl 30, 2008



Jæja nú er apríl að verða búinn mikið óskaplega líður tíminn hratt, ég sé á teljaranaum að aðsóknin minnkar þegar við erum svona löt við að blogga, en eiginlega er frá svo fáu að segja, lífið hefur bara gengið sinn vanagang. Þessa dagana eru síðustu tímarnir á þessari önn í skólanum og við taka skriftir. Fyrir þá sem áhuga hafa er ég annars vegar að skrifa um tilgang náttúrufræðikennslu og hins vegar um hvernig kennarar bregðast við umbótarátökum tilskipuðum af yfirvöldum.
Nú þramma ég í skólann eftir að hjólinu var stolið, þá hefur maður meiri tíma til að spá í umhverfinu og get hlustað á tónlist á meðan svo nú horfi ég á tré og hlusta á klassíska tónlist, poppið er einhvernveginn að hverfa meira og meira af vinsældalistanum hjá mér, nema þegar ég ryksuga !
Í myndasýningunni má sjá fugl sem er búinn að gera sér hreiður á fjölförnustu gatnamótunum við háskólann, þau eru flautandi allan daginn og ef vel er að gáð þá sést að hreiðrið er ekki bara úr náttúruefnum heldur hefur þessi nútíma fugl náð sér í einhverja bláa plastþræði í hreiðurgerðina. Svo eru öll tré að grænka og kirsuberjatrén standa í fullum blóma við student union bygginguna.
Svo erum við að líta í kringum okkur með húsnæði fyrir næstu önn, og komumst að því að skilgreiningin á "garden" er annsi víð hjá sumum, líklega bara autt svæði við hús, því á einni myndinni stendur Gunnar við umræddan garð !

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Í dag kom sumarið hér í Leeds
20 gráður og sól
mmmmmmmmmmm gott
Vonandi fer það ekki aftur í bráð
Helgin

Hér er myndband af Bergþóru og Frankie vinkonu hennar í keilu um helgina.


Við fórum líka í bíltúr til Wetherby sem er hér í útjaðri Leeds, gleymdum að taka myndavélina en bærinn er lítill og heillandi. Einhverjir rótary karlar fengu okkur til að mæla blóðþrýstinginn og sældarlífið hér í Leeds er farið að segja til sín, neðri mörkin mín voru eins og venjulega of há úps....

mánudagur, apríl 14, 2008

Ég er svo reiður, ég er svo reiður, sagði Baktus

og ég líka líður alveg eins og Baktusi, en veit ekki hvern ég á að bíta, líklega mig sjálfa fyrir að skilja hjólið eftir ólæst í bakgarðinum og nú er búið að stela því rakkara pakk........ nú verð ég að labba eða reiða mig á einkabílstjórann minn. Hann er reyndar í augnablikinu að keyra Dóru á Manchester flugvöll eftir 10 daga ánægjulega dvöl, allavega vorum við ánægð að hafa hana vonum að hún hafi haft það gott. Svo er hann líka í vondum málum skildi eftir fyllingu í karamellu í gærkvöldi svo hann þarf líklega að heimsækja tannlækni á næstunni.

kv. Svava reiða fyrrverandi hjóleigandi :(

sunnudagur, apríl 13, 2008

Sundmót
Bergþóra Sól fór á mjög stórt sundmót í gær sem haldið var í Aquatics Centre. Þar kepptu 200 krakkar frá mismunandi stöðum hér í Leeds. Bergþóra keppti í 3 greinum, 50 m. skrið, bak og bringusundi. Hér er listi keppenda; http://www.swimleeds.org.uk/events/events_files/2008%20Meets/sd08%20prog%20final.pdf20final.pdf , og þar má finna nafnið hennar á þremur stöðum. Við vöknuðum klukkan sjö og vorum komin í sundhöllina tuttugu mínútur í átta. Þetta var mikil og góð reynsla fyrir hana. Hún bætti tíma sinn í baksundi og bringu um ca. 4-5 sek í hvoru sundi en gekk ekki eins vel í skriðsundinu, þar sem hún sagðist bara ekki hafa heyrt þegar ræst var og stakk sér þarafleiðandi seinna en hinir (væntanlega svolítið með taugarnar að gera ;) ). Síðan verður svipað mót og þetta í Júní. Ætli það hafi ekki verið svona 500-600 áhorfendur, mikið kallað og klappað. Maður sá á öllu að þetta var "ALVÖRU", mjög góð skipulagining á öllu. Eins var mikil og góð keppni í flestum riðlum.




Á töflunni sjáið þið að í 50 m. bringusundi synti hún á 6 braut, nafnið hennar, tíman hennar og síðan að hún lenti í 5 sæti í þessum riðli. Bara flott hjá stelpunni, bjóst kannski við meiri bætingu, en miðað við að taugarnar voru þandar þarna til hins ítrasta og í sínu fyrsta alvöru móti, þá er þetta flott hjá henni.
Siðan fórum við öll á Töfraflautuna eftir Mosart um kvöldið á The Venue. Sem stóðst bara allar mínar væntingar.
York
Allur fimmtudagurinn hjá okkur Dóru fór í að skoða York. Frábært fyrirkomulag þetta Park and Ride. Leggur bara bílnum í útjaðri borgarinnar og fer síðan með rúti í bæinn. Við fórum í Kastalasafnið og skoðuðum stærstu kirkju í Gotneskum stíl sem fyrirfinnst í N-Evrópu. Það er frábært bara að rölta um borgina því hún er svo falleg og sagan þarna allsstaðar. Rómverja, Víkingar, Saxar, Englendingar hafa allir verið þarna á mismunandi tímum.

Föstudagur
Buðum gestum í mat um kvöldið upp á danskan hamborgarhrygg með ÖLLU, brúnuðum kartöflum, rifs, Waldorfssalat og alles. Sannkallaður Jólamatur þar á ferð og síðan frábæran berja eftirrétt. Mjög indælt og skemmtilegt kvöld.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Dóra í heimsókn

Dóra systir kom í síðustu viku og verður hjá okkur til 14 apríl. Um helgina fórum við að sjá Svanavatnið og út að borða á fisk-veitingastað. Við höfðum mjög gaman af að sjá Svanavatnið með Þjóðarballetinum enska, tónlistin er líka svo frábær eftir Tsjækovskí. Núna er Svava að sýna Dóru háskólann sinn og í heilmiklum göngutúr um borgina.