Síður

föstudagur, febrúar 01, 2008

Blogg er ágætisvettvangur til að fá úrás fyrir geðvonsku maður sér það oft á moggablogginu t.d. hér . Ég ætla núna að röfla um bókasafnið í Leeds háskóla. Það er að flestu leiti frábært, get tekið frá bækur sem mig vantar á netinu ef einhver annar er með hana í útláni. En þessvegna varð ég svo fúl í gær, einhver hafði tekið frá bók sem ég var með í láni, ok. það væri alveg skiljanlegt og ekkert mál ef þetta væri fágæt bók og fá eintök til. En ég sá stax á netinu að það voru mörg eintök til og laus, fer með bókina á safnið til að athuga málið og það voru TÍU, endurtek TÍU eintök í hillunni enda mjög góð almenn bók um námsmat. En einhver kálfur úti í bæ hafði tekið frá mitt eintak... þá get ég ekki endurnýjað og fæ sektir ef ég skila ekki.... ég röflaði þetta við tvo starfsmenn, en svörin á þá leið að svona væri kerfið..... það gæti verið einhver ástæða til að viðkomandi vildi þetta eintak, kannski voru öll eintökin úti þegar hann tók frá.... blablabla.... og ég röflaði í alvöru.... er ekki vön að gera svoleiðis..... endirinn varð að ég varð að skila eintakinu... og ná í eitt af þessum tíu...... Paul Yates skuldar mér 40 pence ( ég les svo vel á hvolfi að ég sá nafnið á þrjótnum sem tók mína frá )

Engin ummæli:

Skrifa ummæli