Síður

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Búin að skila fyrsta skammti





Svona leit bunkinn út sem ég skilaði af mér í gær ! 4 ritgerðir = 12000 orð eða um 60 bls. Hér er skilað tveim pappíreintökum og einu á CD. Svo þarf að fylla út tvö eyðublöð eitt um að maður hafi engu rænt af annara hugverkum og eitt sem kennararnir skrá svo athugasemdir og einkunn. Einkunnirnar eru á skalanum 0 - 90 og þarf 50 til að ná, ég hef ekki hugmynd um hvar þessi skrif mín eiga eftir að lenda kemur bara í ljós.
Það er allavega ljóst að ég lá í leti og ætla ekki að líta í bók fyrr en á sunnudaginn, næsta verkefni sem liggur fyrir er að ákveða hvaða efni ég vil fjalla um í MA ritgerðinni og annari smærri sem á að byrja á fljótlega. See you later er farin að horfa á DVD og liggja í leti ;)

2 ummæli:

  1. Til hamingju með þetta, njóttu þess að liggja í leti :)
    kv.
    Magga

    SvaraEyða
  2. Til hamingju Svava mín, hlakka til að heyra hvað þú ætlar að taka fyrir í ritgerðinni stóru.
    Ég er einmitt í sömu hugleiðingum og er að fara í viðtal við prófessorinn á morgun.
    Ég er mest að hallast á að gera rannsókn, segi þér frá því síðar.
    kveðja til ykkar allra
    Inga

    SvaraEyða