Síður

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Afmælisveisla
Í gær hélt Bergþóra Sól afmæliveislu fyrir nokkrar skólasystur sínar. Svava bakaði og Bergþóra aðstoðaði við að baka afmælisköku, búa til heimlagaðar pizzur og ýmislegt annað góðgæti. Síðan var stofan skreytt. Það var sungin afmælissöngur, blásið á kerti og farið í ýmsa leiki. Veislan tókst vel og allir fór heim saddir og glaðir. Afmælisbarnið var líka í skýunum yfir að fá Wii í afmælisgjöf frá okkur Svövu og þær gera ekki annað núna en að leika hina ýmsu leiki sem við keyptum með tölvunn. Skólinn byrjar svo hjá Bergþóru á morgun eftir miðannarfrí en í dag ætlum við til Sheffield á Art on Ice og einnig að skoða borgina svona í leiðinni.
kveðja GHG

Engin ummæli:

Skrifa ummæli