A perfect day for Rangers at Ibrox
Þegar Bergþóra Sól og Svava fóru til Liverpool í gær þá fór ég til Glasgow ásamt fullri rútu af hörðum stuðningsmönnum Rangers FC.
Ég hef verið að tala við ágætis náunaga sem heirtir Martin og er ekta skoti, með alveg dásamlegan skoskan framburð. Ástæðan fyrir því að við hittumst 3 sinnum í viku er að hann á strák sem er í sama sundliði og Bergþóra er að æfa með. Við höfum auðvitað verið mikið að tala um fótbolta og þannig kom það til að ég fór þessa ferð.Svava skutlaði mér niður á rútustöð klukkan hálf átta og við tók nærri 5 klukkutíma ferð til Glasgow þar sem hlustað var á stuðningmannalög og drukkinn bjór og rabba um fótbolta. Það sem ég veitti athygli var þessi gömlu baraáttulög sem fjalla aðalega um einhvern eða hverja sem eru að berjast á vígvellinum eða annars staðar , falla með sæmd, og einnig hvatt til þess að sonurinn fylgi í fótspor feðrana. Þetta er eins og ég sagði við Martin svona “sacrificing songs” og hann og félagi hans hlógu mikið af nafngiftinni hjá mér. Martin sagði mér að það væri búið að banna sum þessara laga á Ibox. Einngi fannst mér athyglisverður rígurinn milli Rangers þar sem eru svokallaðir loyalists (mótmælendur sem styðja krúnunna) og kaþólikka (sjálfstæðissinna) sem styðja Celtic FC. Einnig eru mjög mikil tengsl við Norður Írland og félag þar sem heitir Linfield FC. En semsagt þetta var mjög fræðaðndi ferð og gaman að koma á Ibrox, þar sem Rangers sigraði St Mirren 4-0. Spurning hvort ég láti verða af því að fara í 10 tíma rútuferð til Skotlands á fótborltaleik aftur í bráð. Við sjáum til en þetta var enga að síður mjög gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli