Síður

fimmtudagur, janúar 31, 2008


Fljótt skipast veður..........
Ég hefði átt að tala meira um vorveðrið hér í Ledds. Í dag blésu ansi hvassir og kaldir vindar um okkur og spáir köldu næstu daga........aumingja gróðurinn já og mannfólkið,,,,,,,,,,,,,,,

þriðjudagur, janúar 29, 2008


Vor í lofti
Undanfarna daga hefur verið alveg frábært vorveður hérna í Leeds með 10 stiga hita og logni. Þegar sólin skýn þá verður þetta alveg barasta dásamlegasta veður og maður fær svona vorfíling í sig. Gróðurinn er að taka við sér t.d. gulir krókusar eru komnir víða upp úr moldinni og sum tré eru byrjuð að bruma. Maður þakka líka sínu sæla fyrir að þurfa ekki að takast á við íslenskt veðurfar eins og það er búið að að vera undanfarnar vikurnar.

sunnudagur, janúar 27, 2008

A perfect day for Rangers at Ibrox
Þegar Bergþóra Sól og Svava fóru til Liverpool í gær þá fór ég til Glasgow ásamt fullri rútu af hörðum stuðningsmönnum Rangers FC.
Ég hef verið að tala við ágætis náunaga sem heirtir Martin og er ekta skoti, með alveg dásamlegan skoskan framburð. Ástæðan fyrir því að við hittumst 3 sinnum í viku er að hann á strák sem er í sama sundliði og Bergþóra er að æfa með. Við höfum auðvitað verið mikið að tala um fótbolta og þannig kom það til að ég fór þessa ferð.Svava skutlaði mér niður á rútustöð klukkan hálf átta og við tók nærri 5 klukkutíma ferð til Glasgow þar sem hlustað var á stuðningmannalög og drukkinn bjór og rabba um fótbolta. Það sem ég veitti athygli var þessi gömlu baraáttulög sem fjalla aðalega um einhvern eða hverja sem eru að berjast á vígvellinum eða annars staðar , falla með sæmd, og einnig hvatt til þess að sonurinn fylgi í fótspor feðrana. Þetta er eins og ég sagði við Martin svona “sacrificing songs” og hann og félagi hans hlógu mikið af nafngiftinni hjá mér. Martin sagði mér að það væri búið að banna sum þessara laga á Ibox. Einngi fannst mér athyglisverður rígurinn milli Rangers þar sem eru svokallaðir loyalists (mótmælendur sem styðja krúnunna) og kaþólikka (sjálfstæðissinna) sem styðja Celtic FC. Einnig eru mjög mikil tengsl við Norður Írland og félag þar sem heitir Linfield FC. En semsagt þetta var mjög fræðaðndi ferð og gaman að koma á Ibrox, þar sem Rangers sigraði St Mirren 4-0. Spurning hvort ég láti verða af því að fara í 10 tíma rútuferð til Skotlands á fótborltaleik aftur í bráð. Við sjáum til en þetta var enga að síður mjög gaman.
Veðrið !

Ekki í Leeds sem er bara meinlaust, heldur á klakanum, pabbi hringdi, bílskúrshurðin fokin af og míglekur svefnherbergið voru fyrstu fréttir, það var samt ekki alveg svo slæmt, því hurðin slóst til, björgunarsveitin kom og festi hana og plötur sem voru að losna af bílskúrsþakinu. Það var samt rétt með lekann í svefnherberginu, vonandi samt bara tilfallandi með þessu brjálaða veðri, þakið á allt að vera í lagi.
Hér er bara setið við og þóst vinna... (fór áðan og bakaði skúffuköku og er alltaf eitthvað að drolla :( ) erfið þessi síðustu handtök, er að breyta og bæta eftir umsögnum kennaranna og klippa niður orðafjölda sem verður víst að virða.

laugardagur, janúar 26, 2008

Heimsókn í Menningarborg Evrópu 2008

Við Bergþóra fórum í dag til Liverpool, með International Student Office, Gunnar fór til Glasgow að horfa á fótboltaleik og er ekki enn komin heim þegar þetta er skrifað, hann segir ykkur vonandi frá því seinna.

Við fórum að sjálfsögðu í Bítlasafnið eins og sjá má, og í City tour í tveggja hæða bíl með leiðsögn, skoðuðum stærstu Dómkirkju í UK Liverpool Cathedral hún er úr rauðum sandsteini og allt öðruvísi þannig en aðrar stórar kirkjur sem ég hef séð hér í landi. Höfnin Albert Docks hafa líka sinn sjarma og mikið af gömlum og fallegum byggingum. Annars takmarkað sem hægt er að komast yfir á einum degi.


fimmtudagur, janúar 24, 2008

Nýjar myndir eða þannig.

Betra seint en aldrei skellti inn slatta af myndum úr afmælinu hennar Möggu, hugsa að það hafi ekki verið teknar svona margar myndir af henni á einu kvöldi áður, en myndirnar geyma góðar minningar úr alveg frábæru teiti. Það er tengill á þær hér við hliðina,maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.

kv. Svava

föstudagur, janúar 18, 2008

  • ekki gott ad vera med blogg og skrifa ekki neitt
  • tad rignir og rignir
  • a ad vera ad skrifa 6. feb nalgast odfluga, er ekki ad nenna tvi nuna :(
  • skiladi uppkasti sem tarf mikillar endurskodunar vid
  • tad eru komin paskaegg og valentinusarkort i budirnar

kv. svava i letikasti.............

laugardagur, janúar 12, 2008

Til hamingju með 18 ára afmælið Pétur





Hann Pétur minn varð 18 ára í gær elsku karlinn bara orðinn sjálfráða. Safnaði saman myndum af þessu tilefni sem eru hér. Þar má sjá að hann er alltaf að gera tilraunir með hártískuna, nú er hann komin með göt í bæði eyrun og ég get ekki bannað honum lengur að fá tattú svo það verður gaman að sjá hvort hann stendur við það að setja á ennið á sér "bara af því að mamma bannaði mér það" ! Hvað sem verður er hann allavega stór og flottur strákur.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Við erum komin aftur til Leeds, rosalega skrýtin tilfinning að vera að fara til útlanda og vera að fara heim til sín. Ég var svo rugluð þegar Bergþóra sagði að við værum örugglega komin í flugvélinni, hún sæi svo mikið af ljósum að það datt´upp úr mér "þetta er ábyggilega Reykjavík". En maðnni á líður víst best heima hjá sér í með sína sæng og sitt drasl. Við höfðum það samt alveg svakalega gott allstaðar sem við komum og þökkum öllum sem buðu okkur í mat, og leyfðu okkur að gista, við eru vel haldin og sæl með þessa för. Að öðrum ólöstuðum þá fá Jón og Gerður þúsund kossa fyrir gistingu, bílalán og umburðarlyndi Takk Takk.