Ég fór um helgina með School of Education til Lake District sem er risastór þjóðgarður hér. Við gistum í skólabúðum einhverskonar, í kojum eins og smákrakkar borðuðum bragðlausan breskan mat og nutum náttúrunnar. Fórum í svaka fjallgöngu, ég var smá móð á leiðinni upp, en það er augljóst að hjólreiðarnar og gönguferðirnar eru að borga sig því ég er alveg laus við harðsperrur :)
Það var cultural evening þar sem fólk frá
mismunandi löndum var með atriði, ég söng Yfir kaldan eyðisand og Krummi snjóinn kafaði og talaði um íslenska vetur. Við sáum söng frá Kína og Óman, dans frá Kýpur og latín ameríku, stjörnuspá frá Tawian ofl ofl.
Frábært að kynnast fólkinu aðeins betur, og þetta er mjög fallegt svæði sem ég ætla að heimsækja aftur með Gunnari.
Hóla
SvaraEyðaÞetta hefur örugglega verið gaman, svaka fallegt ; )