Síður

laugardagur, október 13, 2007

Afmælimánuðurinn, Október með sumarblíðu og ljósanótt
Ég óska öllum afmælisbörnum mánaðarins til hamingju. Október er mikill afmælismánuður í minni fjölskyldu. Stelpurnar mínar, Kristín Hrönn og Lilja Björg eru vogir og mamma einnig, eins má telja Kötu frænku sem talaði stöðugt um það þegar við vorum krakkar að hún væri sko 2 dögum “eldri” en undirritaður. Mamma stelpnanna minna er vog , Guðlaugur frændi minn á sama afmælisdag og ég og Kristín Hrönn sama afmælisdag og bróðir hennar mömmu, Þórhallur heitinn afi Guðlaugs og svona mætti lengi telja.
Við fórum til Huldu systur Svövu minnar um síðustu helgi, hún á afmæli 6 október , og átti við góða stund með henni og Les. Fórum út að borða á mjög fínan Ítalskan veitingastað og vorum hjá þeim í góðu yfirlæti eins og ávalt þegar við förum til Grimsby.
Ég var vakinn upp með afmælissöng ,kortum og pökkum í morgun af Svövu og Bergþóru Sól og það er nú ekkert leiðinlegt fyrir utan að fá morgunmat í rúmið, TAKK.;)
Við fórum í gærkveldi niður í bæ vegna þess að það var ljósanótt hér í Leeds og töluðvert um að vera, en fyrst fórum við á ágætan veitingastað http://www.pizzaexpress.com/mainm.htm og ég fékk mér Pansetta Pomodoro http://www.pizzaexpress.com/mainmenu.htm sem á að vera svona Pizza eins og þær voru upphaflega gerðar í Róm, og miðað við það að ég er nú enginn sérstakur aðdáandi Pizzunnar þá var þetta mjög gott, þannig að það var nú ekki gæfuríkt spor að Dominosvæða þessa tegund matar. Við fengum okkur svo ekta ítalskan ís í eftirrétt.
Þegar við komum út, þá lentum við í göngu stórs hóps, "fórum svona með flæðinu", og enduðum á einhverskonar leik/fimleikasýningu fyrir utan Royal Armouries http://www.royalarmouries.org/ og eftir þá sýningu fórum við inn í safnið sem er alskonar svona dót frá mismunandi stríðstímum, mjög stórt og mikið, við Svava sögðum í kór “Hingað skulum við fara með Óðinn þegar hann kemur í heimsókn”
Það er búið að vera mjög gott veður undanfarið og gærkveldið toppaði nú allt saman með 19 gráðu hita og sól, þannig að í gærkveldi var tilfinningin sú sama og að ganga um í einhverri borg við Miðjarðarhafið.
Svava er núna þessa stundina á 3 tíma kóræfingu, þetta er sko alvöru kór sem stúlkan er í.
Svo á að toppa helgina með því að fara á einhvern mjög fínan Indverskan veitingastað í kvöld, já ég veit það er verið að spilla manni, en það er jú líka “BARA GOTT” og eins og Jón hennar Svövu segir “Ég á það skilið”.
Gunnar Halldór

1 ummæli:

  1. Og þú ert orðin 30 og hvað nafni?

    Bk
    Gunni Sv
    Hvammstanga

    SvaraEyða