Síður

fimmtudagur, september 13, 2007

Fór í skólann í morgun, bara fram að hádegi er alveg drulluslöpp og Gunnar líka. Það voru líklega svona 300 manns í hópnum hjá mér, þetta eru svona undirbúningsdagar fyrir alþjóðlega nemendur og tveir hópar svo líklega eru um 600 alþjóðlegir nemendur að byrja í skólanum núna. Að líta yfir hópinn voru 90 % svart hár, fleiri karlar og ég gat í fljótu bragði ekki séð neinn sem bar það utan á sér að vera komin á fimmtugsaldurinn svo ég upplifði mig í öllu samhengi verandi í minnihlutahóp. Ég sat með stelpun frá Ástralíu, Kína og Tælandi, fyrir framan mig heyrði ég portúgölsku, aftan spænsku og fyrir utan voru greinilega kanar svo þetta er ansi breiður hópur. Stóð mig að því að spá í því hverjir gætu svo verið með mér í kúrs og ætli ég sé ekki svona fordómafull að nördalegu strákarnir fannst mér líklegastir, kemur í ljós.

Setti annað myndband af Bergþóru á youtube og einhvað dót hér við hliðina, þarf að læra meira html til að þetta verði flott, en ef þið klikkið á þetta kemur opnast annar gluggi með youtube og allt myndbandið sést.

kv. Svava

Engin ummæli:

Skrifa ummæli