Skegness og kirkja
í gær ætluðum við í sundlaugagarð rétt utan við Skegness en af óviðráðanlegum ástæðum (vinna, kaupa sundfö, umferðarteppa) komum við svo seint að það tók því ekki að borga sig inn. Fórum þá í tívolí/markað krakkarnir fóru í rússibana og hringavitleysuekjur en ég og Hulda keyptum handklæði.
:::::::::::::::::::::::::::::(((((((((((((((((((())))))))))))))))))):::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Við Gunnar fórum í messu í morgun . Hulda var alveg gapandi hissa þegar við komum prúðbúin niður, hún hélt við værum að djóka í gær þegar við sögðumst ætla. Church of England kirkjan hér næst var með messu 9:30 svo við náðum henni ekki en nokkrum húsum frá er Babtistakirkja sem við fórum í fjölskyldumessu. Minnti á hvítsunnusöfnuð sungið í micrafóna en var svartur talaði með einherjum karabískum hreim en svakalega góður ræðumaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli