Kærar kveðjur til allra sem lesa bloggið mitt, sérlega þeirra sem skilja eftir athugasemdir.´
Ég er að komast að því þessa dagana hvað margir eru að lesa kom til dæmis vel í ljós þegar ég skellti símanúmerinu inn og fólk bara farið að hringja því Gunnar er búinn að kaupa símtæki á heilar £ 2.95.
.
Gerður spurði hvað væri að frétta af myndasíðunni minni, plássið á henni var orðið fullt en það er á dagskránni að taka út eldri myndir og skella inn nýrri. Læt ykkur vita hvernig það gengur.
.
Er komin heim til Leeds það er orðið þrælauðvelt að keyra hérna á milli flóknast að komast inn í borgina en þá er ég orðin vön að finna leiðina heim þó ég taki nokkrar vitlausar beygjur.
.
Ja hérna hér - það er aldeilis gaman hjá ykkur! Hef komið til York - ógleymanleg ferð með nokkrum kennslukonum fyrir mörgum árum og skemmtum við okkur þvílíkt vel og gæti sko vel hugsað mér að koma þangað aftur. Haldið áfram að njóta lífsins og aldeilis gott að ná slíkum meistaratöktum á námsleyfinu sínu Svava mín. En gætirðu sent mér heimilisfangið ykkar - umslagið með adressunni sem sem kom í Kennarahúsið fór á flakk en innihaldið hefur fengið rétta afgreiðslu. Heyrumst. mn
SvaraEyðagaman að lesa hvað gengur á í UK.komum vonandi og kíkjum á ykkur við tækifæri. B
SvaraEyðaGuðbjartur , þú og allir þínir eru velkomnir í heimsókn við hvaða tækifæri sem er :) Erum með gestaherbergi eins og allir vita. kv. Svava
SvaraEyðaVar að skoða dagbókina í fyrsta skiptið og hafði gaman af lestrinum. Ágengni bitvargsins vakti reyndar hjá mér bæði ósvikna gæsahúð og samúðarhroll. Besta vörnin er að gera eins og dýrin, þ.e. að nota tunguna og sleikja bæði bitna og óbitna húð reglulega (svínvirkar. Þið gætuð líka skipst á að sleikja hvort annað !!!
SvaraEyðaÞað er greinilega búið að vera flott tjútt á ykkur enda væri annað hneyksli. Bestu kveðjur til ykkar allra....
Ps. Er Gunnar búinn að kaupa ársmiðann ???