Síður

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Krakkar í heimsókn - Svava ökuþór og personal shopper

Krakkar í heimsókn - akstur og versla

Jæja nú er smá róleg stund, ekki mikið um það á meðan við erum 6 manna fjölskylda svo nú get ég sýnt ykkur mynd af fína bílnum sem Les fann fyrir okkur, takið eftir sóllúga, geislaspilari og spoiler!

Ég er orðin svakalega flink að keyra hér spyrjið bara krakkana en ég fór með þau á laugardag í Tesco, á sunnudag í risastórt mall White Rose Shopping Center og í bæinn í gær. Ég sá mér ekki annað fært með fullt hús af unglingum að kaupa sjónvarp, bara smá kettling ekkert eins og breiðskjáinn sem Gunnar dreymir um.

Lilja er alsæl og búin að versla frá sér allt vit og aðeins búin að smita mig, ég var nú ekkert döpur að sjá að hér í NEXT og Monsoon er til í minni stærð svo ég keypti smá. Það var nú bara smá miðað við the Queen of Shopping sem er búin að kaupa 30 hluti, kannski ekki annað hægt þegar maður fer á clearance sale hjá NEXT. Strákanir og Bergþóra létu sig hafa að bíða og fundu sér eitthvað að dunda á meðan, Jón keypti sér skateboard en það virðist vera fastur liður í útlöndum.
Allt liðið skellti sér í sund, gott mál, en ekki spurning að það hefði nú verið betra að vera í íslenskri útilaug í þeirri sól og blíðu sem búin að vera hér í dag.

2 ummæli:

  1. Hallo krakkar - gæti nú alveg hugsað mér að taka þátt í clearence í Next!
    Maria

    SvaraEyða
  2. hæhæ allir saman sakna ykkar ýkt mikið en flotta síðan ég þarf bara að læra að sita myndir inná mína og sonaskil bara kveðju til allra frá mér allavega vðrið er ágæt stundum sól og stundum riggning kv Svava !;*

    SvaraEyða