Síður

þriðjudagur, júlí 03, 2007



Hulda systir fær kast, vi erum búin a setja dótið í gám við veðjuðum um hvað það yrði þungt, ég giskaði á 1500 kg, fannst þetta voðalega mikið Gunnar 400 kg, veit ekki hvaða bjartsýnispillum hann er á en Bergþóra 660 niðurstaðan varð 865 kg. 9 rúmmetrar + 2 hjól. Ég er nú nokkuð viss að ef ég færi í fyrstu kassana núna færi minna í þá. Jæja þrjú bretti er kannski ekki svo agalegt fyrir 3+3 manna fjölskyldu verður gaman að vita hvað kemur til baka :)


Við gátum svo skellt okkur í sund, ennþá gott veður en mér skilst að það spái rigningu eins og mátti svo sem búast við þegar við erum búin að vera inni í hvílíkri blíðu.


Höfum það alveg svakalega gott hérna hjá Gerði, Bergþóra er sannfærð um að þau séu rík ! eigandi svona gott hús. Þau mega eiga okkar bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að vera hér, Bergþóra er líka alsæl hitti stelpur í götunni sem hún kannast við úr Heiðarskóla. Svo í lokin svona leit ég út við lok frágangsins á Hringbrautinni og svoan er draslið okkar !

1 ummæli:

  1. Ég veit við hvern við eigum að tala ef við þurfum að flytja ;-/ En það er allt í lagi að leggja þetta erfiði á sig þegar spennandi hlutir eru í gangi :-) Hafið það gott elskurnar og vonandi finnið þið smugu í stundatöflunni til þess að pota inn smá kveðjuathöfn með okkur. Heyrumst og kærar kveðjur frá Sillu og Herði.

    SvaraEyða