Síður

sunnudagur, júlí 22, 2007

Hulda og Les í heimsókn

Þau komu í gær og við fórum í IKEA fylltum bílinn af einu og öðru og skoðuðum skápa en þá vantar hér í kotið hjá okkur. Um kvöldið fórum við niður fjallið eins og Hulda sagði niður á indverska veitingastaðinn sem við Gunnar vorum svo ánægð með hér um páskana. Hann heitir Sheesh Mahal og er ódýr en alveg frábærlega góður, persónuleg þjónusta, þjónninn sem við grunuðum um að vera eigandann snerist í kringum Bergþóru að láta hana fá mat sem hún myndi borða og gaf sér góðan tíma við að aðstoða okkur við að panta.
Þegar við vorum að labba heim var allt í sniglum bæði með húsið á bakinu og líka stórum hlussum sem Les kallar slugs, þeir skríða svona út um allt þegar það rignir og já það er ennþá rigning og ég heyrði í þrumum áðan, vona að þessu fari nú að ljúka allavega spáir góðu á morgun en svo á aftur að fara að rigna.
Í dag bakaði ég lummur en í gær vöfflur nóg tími í alls konar dútl þessa dagana, keypti svo eitthvað sem kallað er double cream og þeytti hann svo úr varð hnausþykkt krem, en á víst að kaupa whipping cream, þarf að læra á hvaða vörur henta manni en þó þetta séu lík lönd er sumt öðruvísi. Það sem við höfum rekist á er að ekki er til rúgbrauð, remúlaði og sætt sinnep en á móti er til sægur af öðru sem við vinnum hörðum höndum við að prufa :)
Eins gott að Huldu finnst gaman í búðum því í dag fór hún með okkur í Tesco sem er risastórmarkaður með öllu sem nöfnum tjáir að nefna keyptum örbylgjuofn, símanúmer, Harry Potter, hreingerningarvörur, mjólk, jarðaber, boltaleik, sherry, súkkulaði, lauk, og einhverja hundrað hluti í viðbót ;)
Takk fyrir heimsóknina Hulda og Les og Fudge.

5 ummæli:

  1. Er ekki gaman að vera svona í rólegheitunum að versla súkkulaði, vín og bækur :) - ferlega eigið þið gott :) Eruð þið nokkuð að rigna í kaf?

    kv.
    Magga

    SvaraEyða
  2. Hvar var kötturinn.

    SvaraEyða
  3. Jú,jú Magga þetta bara venst ágætlega, ég get eiginlega ekki hætt að hugsa til rónanna í spaugstofunni, þar sem þeir sátu á Arnarhól og voru að spá í hvað þeir ætluðu að gera þegar þeir yrðu ríkir, og niðurstaðan varð eiginlega að þeir mundu gera það nákvæmlega sama og þeir gerðu núþegar, chilla,drekka spjalla og slappa af............;)
    Það varð einhver að hugsa um húsið og kötturinn tók það að sér.
    Kær kveðja frá rigningarlandinu.

    SvaraEyða
  4. Hóla
    Þetta hljómar kósý en auðvitað fyrir utan rigninguna. Vorum að koma frá Laugarvatni og erum súkkilaðibrún eftir frábært veður. Veiddum fjórar bleikjur í Hólsá sem er rétt fyrir neðan bústaðinn. En hvenær fáið þið heimasíma ? Gaman væri að fá líka smá spjall.
    Hafið það gott, Gerður

    SvaraEyða
  5. Hæ Svava
    Mikið er gaman að lesa bloggið þitt.
    Ég ætla að fara að taka mig á í blogginu mínu....
    Ég er búin að kaupa mér fellihýsi og fara í eina útilegu. Stefni á aðra fljótlega. Er að undirbúa mig undir viðskiptasiðfræðina og les og les allt um heimspeki og siðfræði. Mjög skemmtilegt : )
    Heyrumst
    kveðja Inga

    SvaraEyða