föstudagur, apríl 13, 2018

Ferð með leikskólakennurum til Notodden

Nú er ég búin að vera í verkefninu DILE, digtal learning in pre-schools með hléum í þrjú ár.

Ég var að koma úr verkefna fundi í Notodden sem er sunnarlega í Noregi.  Samgöngur þangað eru ekki auðveldar svo við leigðum bara bíl og keyrðum þangað, ég hafði gert það sama í febrúar 2016.  Það gengur bara vel og er gott tækifæri til að sjá meira af landinu.


Nú var ég á ferð með tveimur leikskólakennurum og í góðum félagsskap.  Þetta eru alltaf skemmtilegar en krefjandi ferðir.  Við mætum með frásagnir af því hvernig leikskólarnir hafa verið að prófa upplýsingatækni, prófum sjálf og heimsækjum leikskóla.

Notodden er bara 12000 manna bær, hugggulegur í djúpum dal.  Við gistum á hálfgerðu sveitahóteli sem er ekki með veitingahúsi svo fyrsta kvöldið rúntuðum við og enduðum á pizzum, fáir staðir og margir lokaðir.

Hann er á heimskrá Unesco fyrir að vera upphafsstaður Norsk Hydro, og áburðarverksmiðja.  Svo lokaði fullt af verksmiðjum þarna við lok aísðustu aldar og þeir fengu blúsinn og eru núna fræg fyrir mikla blúshátíð í sumarlok og í bænum er blússafn.


Hér eru myndir úr ferðinni