Uppskeran var ekki heldur mikil og hentaði því vel í svona tilraunir.
Það þarf mikið að skera og saxa fyrir svona föndur, og það var gott veður 9. ágúst svo ég gat setið úti í sólinni við það .
Ég fann tvær uppskriftir sem ég studdist við og hrærði saman. Eiginlega samt mest þessa af mbl.is, Ef ég man rétt voru þetta tæp 3 kg. rabbabari svo þetta var um 3x uppskrift.
Rabarbara chutney
2 tsk cumminfræ - setti líka cumminmalað
2 tsk corianderfræ
8 heilar cardamommur
1 epli skorið í bita
2 rauðlaukar saxaðir - viðbót úr hinni uppskriftinni
4-5 rif hvítlaukur - viðbót úr hinni uppskriftinni
30 döðlur skornar í bita
1 bolli rúsínur
1 bolli appelsínusafi
2 rauð chilli
1 tsk rauðar chilliflögur þurrkaðar (smekksatriði)
700 gr rabarbari sneiddur
6 msk engifer gróft saxaður
3 dl hunang
svartur pipar
salt
Ristið kryddin í potti í ca 1 mín hrærið stöðgt í passið vel að þau brenni ekkiSetjið allt annað hráefni útí nema myntu og pekanhnetur og látið sjóða við vægan hita í 1 til 2 tíma.Bætið útí myntu og pekanhnetum í lokin saltið og piprið eftir smekk. HÉR er hægt að lesa fleiri pistla.
Svo bætti ég við ediki í lok suðunnar, en það er edik í þessari uppskrift frá heilstutorg. Ég átti rauvínsedik á síðasta snúnin og skellti um 1 bolla.
Ég set svona heitt í krukkur sem ég sýð, svo allt á að vera gerla, sveppalaust og fínt.